aaaffffffslöppun

Eftir deildarpartýið á föstudagskvöldið, matarklúbbinn á laugardagskvöldið og heimsóknarkvöldið á sunnudagskvöldið ákvað ég að nú ætti ég skilið hvíld. Hún felst í því að gera bara sem allra allra minnst heima. Barnlausa helgin sem hefði átt að vera notuð í hvíld var notuð i allt allt annað. Og áður en kom að henni hafði ég staðið á hvolfi að "taka til"... svona my way. Svo í kvöld vaksaði ég bara upp einn vask og skyldi afganginn bara eftir skítugan. Hitaði bara upp afganga í staðinn fyrir að elda.

Svo fór ég í heitt og gott bað. Lengi. Lengi. Ég stal freyðibaði frá heimasætunni og sat á baðbrúninni og beið eftir að geta hoppað ofan í. Ég held að það sé ekki til betri leið til að slaka á en að liggja í heitu baði og hlusta á góða tónlist (já, ég er með frábæran tónlistarsmekk). Ég náði hinni fullkomnu afslöppun, held ég hafi alveg náð í einn auka bar í betteríið mitt.

Prinsin hoppaði upp og niður, upp og niður, og heimtaði að fara í bað líka. Líka með froðu. Og með bát. Og með hákarli. Og veiðimanni. Ég prílaði uppúr mjúka fína freyðibaðinu mínu til að gera til fyrir prinsinn. Unglingafreyðibaðið hafði skemmtilega aukaverkun. Mér fylgir dásamleg kókóslykt um allt og í raun er ég eins og risakókósbolla... namm namm...

Segið svo að ég kunni ekki að kúpla mig út og hvíla mig. Reyndar notaði ég tímann í baðinu til að rifja upp "verkefnið" síðan í fyrra sem á eins árs afmæli um þetta leiti. Ég spáði líka aðeins í verkefnið sem er í gangi í Bretlandi. Og fyrirspurnunum frá Ástralíu. Og greiningunum sem ég á að vera að vinna í... ætti ég kannski að tengjast í vinnuna og vinna smá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband