23.2.2009 | 22:51
Skál fyrir ábúanda!
Hópur af fólki var samankominn í stofunni hjá mér. Allir lyftu glasi og líffræðingurinn sagði hátt og skýrrt: "Skál fyrir ábúanda". Ég brosti. En skemmtilegt að láta skála fyrir sér. Þetta var það besta á dagskránni. Pottþétt. Ég trítlaði fram í eldhús og las yfir dagskránn. Jú, þarna stóð skýrum stöfum að það ætti að skála nokkrum sinnum fyrir ábúanda. Það er allavega fjórum sinnum og svo harðneitaði ég að halda dagskránni áfram nema það væri búið að skála þrisvar í viðbót. Það þarf að gera þetta rétt sko.
Einhvern veginn varð þetta svo vinsælasti liðurinn. Ég tróð þessu atriði að hér og þar í dagskránna og áður en ég vissi af voru fleiri farnir að taka uppá að skála svo ég þurfti ekki að gera það í sífellu sjálf. Það er víst mjög mikilvægt að hafa dagskrá í partýi og það gafst svo sannarlega vel. Það var reyndar fámennt í fordrykknum, enginn nema kindabóndinn og svo rétt náði líffræðingurinn í endann. En það voru allir viðstaddir þegar kom að ræðu ábúanda.
Auðvitað hafði ég átt að undirbúa hana fyrirfram en til þess vannst enginn tími. Eiginega var heppni að ég og líffræðingurinn náðum að mæta í partýið okkar, þar sem við lentum í krísu í vinnunni og sátum föst þar til klukkan sex. Ég skorast nú ekki undan því að standa upp og tala fyrir framan hóp svo ég lét bara vaða. Ekkert mál. Viðbrögðin voru reyndar pínumisjöfn en annars held ég bara að ræða mín um bætt samskipti í deildinni hafi bara komið ljómandi vel út.
Síðan tók hver liður við af öðrum. Það var spilað á harmonikku, sungið, tekin óskalög. Það var drukkið og geði blandað. Og það var spilað Fimbulfamb! Og liðið mitt vann... veiiiiii.... Og eftir meiri skemmtun og skemmtilega bæjarferð þar kindabóndinn varð alveg óvænt fórnarlamb mitt hélt ég heim á leið með þjónustuskutlunni. Já við verðum að hafa partý aftur fljótlega... enda hafa mér borist nokkrar áskoranir nú þegar :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
bíddu bíddu - kindabóndinn fórnarlambið þitt????
vantar ekki nánari útskýringu á þessu
Rebbý, 24.2.2009 kl. 20:10
He, he, fórnarlamb mitt á dansgólfinu... og fórnarlamb mitt sem sérlegur símapassari. Mæli með honum!
Vilma Kristín , 24.2.2009 kl. 21:30
ok ... gott að eiga fórnarlömb á dansgólfinu ... hann stóð sig vel með okkur forðum svo ég efast ekki um að hann hafi verið duglegur núna
Rebbý, 24.2.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.