Hláturinn lengir lífið...

"Það minnir mig á besta brandara sem ég hef heyrt....", sagði Raggi hálf flissandi þar sem hann sat á endanum á sófanum. "Það var ekki einu sinni brandari, heldur var þetta í alvörunni...", hélt hann áfram og hló meira. Við sátum allar stelpurnar og biðum spenntar. Raggi byrjaði hægt en komst ekki almennilega inní söguna: "Hún sagði.... ha ha ha ha ha... hún sagði..... ha ha ha ha... hún.... ha ha ha ha ha...." Raggi hélt fyrir andlitið og hálfgrét úr hlátri. Smá saman breyddist hláturinn útum hópinn og áður en við vissum af veltumst við um, sex "miðaldra" forritarar um í sófanum og emjuðu af hlátri. Enginn nema Raggi vissi af hverju við vorum að hlægja en það var ekki nokkur leið að hætta. Ekkert annað að gera en að halda áfram að hlægja og vona að við kæmumst einhvern tíman yfir þetta.

Það er ekkert leyndarmál að mér finnst gaman að borða. Og gott líka. Jebb, held að sé eiginlega bara svona staðreynd sem flestir þekkja. Þessvegna eru klúbbakvöld í algjöru uppáhaldi hjá mér. Og maður leggur mikið á sig til að mæta. Ég mætti til dæmis í klúbb einu sinni eftir að hafa unnið 26 tíma í vinnunni og vakað í 36 tíma. Ég var reyndar hálf stjörf af þreytu en það var klúbbur heima hjá Valdísi og ég ætlaði sko ekki að missa af honum.

Fyrir utan góðan mat, sem er nú yfirleitt alltaf grillaður þar sem klúbburinn er grillklúbbur, er boðið uppá einhvern besta og vandaðasta félagsskap sem til er. Jebb. Þar sem 7 "gamlir" forritarar koma saman þar er gaman! Við vorum öll að vinna saman og erum samheldinn hópur. Svo í gærkvöldi var komið að mér að hafa klúbb, ég á reyndar ekki grill svo ég varð að fá undanþágu og fá að elda í ofninum (ég henti nefnilega grillinu þegar ég tók til í fyrrasumar).

Heildarniðurstaða kvöldsins er að við erum að eldast. Orðin gömul. Og svona til að afsanna það sátum við yfir spjalli langt fram á nótt. Glær af þreytu og geispandi. Hlustuðum á barnageisladisk og hlógum. Slúðruðum og hlógum. Gerðum grín af okkur sjálfum og hlógum. Það er mikið hlegið í þessu klúbb, enda ekkert sérstaklega alvarlegt fólk sem eru meðlimir. Nei, meira svona kjánaprik og fólk sem tekur sig bara mátulega alvarlega.

Nú á að nota afganginn af helginni til að hvíla sig... ég er nefnilega snillingur í að skipurleggja of mikið. Gerði það líka þessa helgi þar sem ég hafði deildarpartý heima hjá mér á föstudagskvöldið (úff, saga að segja frá því) og matarklúbbinn á laugardagskvöldið bara svona til að hafa örugglega nóg að gera! Pínulítið þreytt núna (þar sem ég er orðin svo gömul) en verð að hrista það af mér... þegar búið að skipuleggja kvöldið í heimsókn til nýjasta íslendingsins í vinahópnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

nýjasta Íslendingsins í hópnum?
en gott að kvöldið gekk vel - var ekkert of björt miðað við hvað þú varst hress þegar ég fór með þig á flakk í gærdag

Rebbý, 22.2.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... já, þetta leit ekki sem best út um miðjan dag... en svo tók ég orkulúr og varð öll önnur. Nýjasi íslendingurinn í hópnum er nýja fína læðan hennar Ásu, í kvöld er opinber skoðunarferð að kíkja á dömuna.

Vilma Kristín , 22.2.2009 kl. 18:04

3 identicon

Þetta var alveg svakalega skemmtilegt kvöld hjá okkur, þurfum að gera þetta oftar en spurning hvort við höfum þrek í það sökum aldurs 

Snjóka (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:31

4 identicon

Sjö aldraðir forritarar með svefngalsa :)    Awesome !
Takk fyrir frábært kvöld.    Frábær matur og ennþá betri félagsskapur.

Bibba (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband