18.2.2009 | 19:41
Herra janúar
Það lá við uppþoti í vinnunni í dag. Ja, svona næstum. Við sátum í mestu rólegheitum í mat og smjöttuðum á pastana og skoluðum því niður með vatni. Ræddum um daginn og veginn. Allt voða huggulegt. En þá skyndilega renndi ruslabíllinn upp að húsinu. Já, sko eða bakkaði uppað húsinu - svona eins og gerist oft í matartíma - ekkert til að kippa sér upp við.
Út úr bílnum stökkvar tveir ungir menn, tilbúnir í slaginn, ég gaf þeim svona létt auga. Gjóaði augunum svona til þeirra án þess að vera að spá í einhverju sérstöku. Skyndilega stoppaði ég að tyggja matinn. Gat þetta verið? Var ég örugglega að sjá rétt?
"Hey, herra Janúar!", hvíslaði ég að líffræðingnum sem sat við hliðina á mér og snéri um leið uppá mig til að sjá betur út. "Ha? Er það? Þessi í hvítu?", spurði hann til baka og snéri líka uppá sig. Akkúrat þá hvarf herra janúar inní ruslageymsluna. "Hvað eruð þið að spá?", var spurt hinum af borðinu.
"Þetta er herra janúar þarna...", tilkynnti líffræingurinn og ég kinkaði kolli. "Virkilega?" Ég jánkaði og sagði að það væri þessi í hvítu peysunni. Líffræðingurinn kom með stutta útskýringu fyrir þá sem ekki þekktu til hvað um var að ræða, á Íslenska gámafélagið hafði gefið út þetta flotta dagatal með hálfberum mönnum - og þarna stæði sjálfur herra janúar á stéttinni hjá okkur.
"En hinn.... er það herra febrúar?", var spurt. Allir á borðinu farnir að góna út um gluggann og mæla út mennina. Aldrei áður hefur það vakið jafn mikla athygli að ruslið okkar er sótt. Aldrei áður hefur hálft borðið snúið sér við til að sjá betur. Einhverjir voru nú ekki alveg að trúa mér. Ég staðhæfði enn og aftur að þetta væri hann í alvörunni. Ég væri bara alveg viss. "Í alvörunni?", hló einn ráðgjafinn: "Ég hélt að þú hefðir bara verið að spinna þetta upp..."
Og svona fyrir þá vantrúuðu og þá sem ekki áttu nú þegar dagatal mættu fulltrúar Íslenska gámafélagins bara á staðinn og deildu út nokkrum eintökum, við mikla gleði kvennmannana og aðeins dræmari gleði strákanna.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Bíddu.... af hverju fæ ég ekki svona dagatal?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 21:05
Ég sit uppi með einhverja bolludaga í febrúar?
Hvar er réttlætið?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 21:05
ohh Hrönn mín ... ef ég gæti gefið öllum eintak þá myndi ég gera það, sé hvort ég nái að stela einu enn til að senda á þig .... það fækkar óðum eintökunum, en mikið agalega var nú gaman að heimsækja stelpurnar í deildinni þinni Vilma mín og færa þeim dagatal
Rebbý, 18.2.2009 kl. 22:31
He, he, gaman að sjá ykkur. Við bíðum spennt eftir að því að ruslið verði sótt næst... hver kemur? Herra Janúar? Herra Mars? Eða sá sem gengur undir gælunafninu "Sá fallegi" (og hér fylgir andvarp)? Það er allavega stór aukinn áhugi á þessari þjónustu...
Vilma Kristín , 18.2.2009 kl. 22:57
já - alltaf gaman að sjá fallega menn og við eigum nóg af þeim hjá Íslenska gámafélaginu - ekki það að þínir eru nú ekki svo slæmir sumir hverjir, þú sennilega bara orðin of dofin fyrir þeim.
Rebbý, 18.2.2009 kl. 23:22
Mikil ánægja með dagatalið hérna norðan heiða. Kom tillaga um að drengirnir "okkar" geri handa okkur dagatal fyri næsta ár ;-)
Elín (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:00
Hru já, það væri hægt að gera aldeilis flott dagatal með drengjunum okkar hérna. Þá fá þeir sem ekki fóru í full monty hérna um árið séns á að sýna sig :)
Bibba (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.