Þyrnirós

Ég er að tapa sjálfri mér. Jebb, ég er hætt að vera Vilma og er búin að breytast í Þyrnirós. Svona er þetta bara, ekkert við því að gera. Þetta byrjaði fyrir rúmri viku. Ég skellti mér létt útá lífið á föstudagskvöldinu með Rebbý og kindabóndanum. Ekkert mál. Vaknaði til að koma prinsinum af stað á skákæfingu, eftir of lítinn svefn. Og síðan þá hef ég verið syfjuð.

Ég lagði mig á meðan prinsinn tefldi. Vaknaði og mótmælti með kennaranum. Fór heim og svaf þar til var kominn tími á að borða kvöldmat með kennaranum. Fór heim og sofnaði. Svaf eins og steinn fram á morgun. Vakti í tvo tíma og varð svo að leggja mig.

Ég held að ég hafi sofnað öll kvöld í vikunni fyrir ellefu eða rétt yfir tíu. Stundum fyrir tíu. Um tíu leitið er ekki lengur hægt að tala við mig, ég þreytt og pirruð og allt sem tefur mig í að leggjast á koddann fær að kenna á því. Það má sko ekkert koma á milli mín og svefnsins. Yfir átta tíma svefn allar nætur semsagt. Ég hefði haldið að það myndi duga mér. En nei... Í tvo daga varð ég að vera heima með veikann prins. Hvað geri ég þá? Jú, legg mig og næ 2 til 3 auka svefnstundum yfir daginn.

Helgin var svo alveg til að kóróna það. Ég átti að taka íbúðina í gegn... en gerði ég það? Nei, ég þóttist myndast við að taka til... en notaði hvert tækifæri sem ég náði í til að leggjast niður og stela smá svefni... og samt komin í rúmið fyrir tíu á laugardagskvöldið. Svaf til átta á sunnudagsmorgun. Klukkan tíu var ég búin á því og fór að sofa aftur. Og lagði mig líka einhvern tíman um miðjan daginn.

Svo ég hlýt að vera breytast í Þyrnirós. Og ég get sagt ykkur það að allur þessu svefn er SVO þreytandi. Ég kem heim úr vinnunni um sex... geispandi og gapandi... nú er klukkan að nálgast níu og ég er að detta útaf á meðan prinsinn er í fullu fjöri. Ég veit ekki kannski er batteríið að reyna að hlaða sig... en ég óttast að það sé bara orðið bilað, því eftir allan þennan svefn þarf ég bara meiri svefn og þoli minni vökutíma...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

njóttu svefnsins í smá tíma enn ... og svo kíkjum við bara á lífið í bænum aftur og endurstillum klukkuna

Rebbý, 16.2.2009 kl. 21:15

2 identicon

Viltu láta drífa í því að mæla í þér skjaldkirtilinn elskan, núna! Á meðan þú ert svona!

Hrund (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 17:04

3 identicon

Þyrnirós, já.   Ég man hvað vakti hana :)

Bibba (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Einar Indriðason

Ah... skýrir út af hverju þú ert bara með einn "bar" í batterístatus.  Batteríið er bilað, og þú þarft að fá þér nýtt batterí.

En annars skal ég taka undir með Hrund... láttu athuga þig.

Einar Indriðason, 18.2.2009 kl. 10:47

5 identicon

æjæj miðað við þetta geturðu bara vakað í tvo tíma! En annars er ég alveg viss um að þú sérst bara að endurhlaða batteríin, þar sem þú ert að hlaða fyrir allt síðasta ár þá hlítur það að taka svolítinn tíma

En ertu búin að fara til læknis?

Heimalingur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:33

6 Smámynd: Vilma Kristín

Vá.. þetta kalla ég samráð gegn mér...

Vilma Kristín , 18.2.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Einar Indriðason

Það skal tekið fram, að enginn ofangreindra hitti ofanritaðan í Öskjuhlíðinni þar sem (engin) plott voru (ekki) plottuð (ekki) gegn þér.

Þannig að ... (ekki) er um samráð að (ekki?) ræða?

Einar Indriðason, 19.2.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband