Ertu kúkalabbi?

Þegar ég mætti í vinnuna á fimmtudaginn var ég, einhverra hluta vegna, með orðið "kúkalabbi" á heilanum. Hvernig þetta gerðist skil ég ekki... en ég réð bara engan veginn við mig. Þetta datt útúr mér við hvert tækifærið á fætur öðru. "Ohhh, þetta eru kúkalabbar...", stundi ég á meðan ég var að bögglast við tölvuna.

Þetta fór auðvitað ekki fram hjá herbergisfélugunum. Glerlistakonan sem venjulega deilir herbergi með mér og líffræðingnum er löngu hætt að kippa sér upp við svona smámuni og hristi bara kollinn þegar ég missti orðið útúr mér. Í fjarveru líffræðingins sem er við vinnu erlendis kom nakti forritarinn í heimsókn í höfuðstaðinn og kom sér vel fyrir í okkar herbergi. Hann gaf mér auga þar sem ég sat og fannst allir í heiminum vera "kúkalabbar".

"Þetta er orð dagsins!", sagði ég og nikkaði til hans. Hann horfði á mig til baka með óræðum svip. Eftir hálfan dag af öllu þessu kúkalabbatali fórum við hinsvegar að greina það. Og niðurstaðan var að þetta er í raun hrósyrði. Maður á eiginlega að vera upp með sér ef maður er kallaður "kúkalabbi". Ég reyndi líka að sýna að þetta gæti verið gæluyrði þegar ég spjallaði við líffræðinginn í símanum: "Ohhhhhh, kúkalabbi....", sagði ég með minni allra sætustu rödd... þessari sem ég nota þegar ég er að gæla við kettina. Líffræðingurinn þekkir mig vel og hló hinu meginn, nokkuð upp með sér.

Okkar skilningur á orðinu er einhver sem sem labbar í kúk, það er svona í orðisns fyllstu... En ef maður tekur þetta aðeins lengur þá er þetta kannski frekar einhver sem er í vandræðum eða slæmum málum. Þar að auki þá tengist þetta orðinu "skítalabbi"... Það er nefnilega það sem skilur okkur frá dýrunum, þau skíta... og þau er hægt að kalla skítalabba, á meðan mannfólkið eru kúkalabbar. Kindur að vetri til eru til dæmis í orðsins fyllstu merkingu skítalabbar. Þar sem þær trampa á sínum eigin skít. Og þær gera sér ekki grein fyrir að það sé eitthvað athugavert við það, þeim finnst það bara í fínu lagi.

Þannig að ef maður er kallaður "Skítalabbi" þá er það eiginlega argasta móðgun, þá ertu í djúpur skít, slæmum málum, og finnst það bara allt í lagi. Aftur á móti ef einhver kallar þig kúkalabba þá er bara verið að segja að jú, þú ert í vandræðum, slæmum málum, en þú ert skynsamur og veist af því! Ert jafnvel að vinna þig útúr því. Semsagt hrósyrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Áhugaverð pæling...........

Einar Indriðason, 14.2.2009 kl. 22:09

2 identicon

Ætli geti verið að þú sért með einhverskonar aðkenningu að Tourette heikenni ? ;)

Bibba (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Rebbý

kaupi þetta "totally"

Rebbý, 16.2.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband