Sérðu mig? En núna?

Við vorum að fá nýtt "dót" í vinnunni. Verið að setja upp innanhús-samskiptaforrit á netinu. Mjög spennandi. Ég og líffræðingurinn drifum okkur í að setja þetta uppá föstudaginn, enda eyjamaðurinn búinn að gera athugasemd við að ekki væri hægt að tala við mig í gegnum þetta skemmtilega samskiptaforrit.

Við byrjuðum á að setja þetta upp. Ég í minni tölvu. Líffræðingurinn í sinni. Við sitjum hlið við hlið í vinnunni og bara um það bil meter á milli stólanna okkar... það er að segja þegar við sitjum ekki saman við eina tölvu. Nú, og þegar við vorum búin að setja forritið upp var komið að því að prófa.

"Heyrirðu í mér?", spurði líffræðingurinn mig. "Já, ég heyri vel í þér...", svaraði ég og hélt svo áfram: "Heyrir þú í mér?" "Nei, ég heyri ekkert í þér... bíddu, ég breyti... prófaðu að segja eitthvað aftur...", svaraði líffræðingurinn. "Halló! Halló! Heyrirðu í mér?", sönglaði ég í míkrafóninn og brosti til líffræðingsins um leið. En ekkert gekk. Og svona hélt þetta áfram um skeið. "Heyrir þú í mér ennþá?", spurði líffræðingurinn. "Já, heyrir þú í mér?", svaraði ég. "Nei! Það hlýtur að vera eitthvað bilað hjá þér...", svaraði hann. Pínulítið spaugilegt þar sem við sátum hlið við hlið með innan við meters bil á milli okkar og heyrðum auðvitað ósköp vel hvort í öðru... bara ekki í heyrnartólunum. Líffræðingurinn renndi sér til mín og fiktaði í stillingunum hjá mér... "Segðu eitthvað!", skipaði hann. "Eitthvað... Eitthvað... heyrirðu núna?", sönglaði ég og gjóaði augunum á hann þar sem hann sat um það bil tuttugu sentimetra frá mér. Hann hristi kollinn vonsvikinn að sjá.

Nú var þetta orðið þreytandi og við snérum okkur að því að prófa að deila tölvunum eins og á að vera hægt að gera með þessu sniðuga forriti. "Sérðu mig?", spurði líffræðingurinn. Ég leit af honum á skjáinn: "Já, þarna ertu... sé þig!" Ég prófaði til baka: "Sérðu mig?". Enn heimskulegra að sitja og spyrja þessara spurninga, auðvitað sá hann mig og heyrði í mér... bara ekki á skjánum og ekki í heyrnartólunum.

Skyndilega varð stórbreyting á... Ég byrjaði að hljóma í hátalaranum hjá líffræðingnum. Geðveikt! Nú gat ég setið við hliðina á honum, sungið Daloon lagið og það ómaði í hátalaranum. Bibba stakk inn hausnum og virtist ekki finnast við neitt sérstaklega gáfuleg með "Sérðu mig"... "Heyrirðu í mér" spurningunum og mig á fullu blasti í hátalaranum. "Ég er ein í hátalarnum...", gaulaði ég og líffræðingurinn var farinn að svitna við að reyna að ná mér úr hátalaranum og í heyrnartólin. Á endanum náðum við þessu og bara af einskærri gleði ákváðum við að hafa samskipti þarna í gegn í nokkurn tíma á eftir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

úff .. þið tvö ... á bara ekki fleiri orð yfir þetta brölt í ykkur 

Rebbý, 8.2.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Einar Indriðason

Spáðu í því, Rebbý, ef við lengjum svo fjarlægðina milli tölvanna þeirra... og þau fara að stilla þetta aftur... Hrópin munu Hækka:  SÉRÐU MIG?  *ÖSKR*  NEI!!!!!

Einar Indriðason, 9.2.2009 kl. 08:29

3 identicon

Meira bardúsið alltaf í ykkur :)

Bibba (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband