Af frægum og fullum...

Við sátum í bíl á rauðum ljósum, tilbúin að kíkja á heiminn... skoða lífið. Skyndilega rennur upp að hliðinni á bílnum fullur bíll af sætum strákum. Þeir brosa til okkar. Veifa til okkar. Ok! Cool! Einn þeirra rennir niður rúðunni og gefur okkur skýr merki um að gera hið sama. Vá, við varla lögð af stað og strax sætir strákir sem geta ekki hamið sig. Við rennum niður rúðunni. "Hey!", kallar strákurinn við gluggann: "Hey! Er þetta ekki Mugison aftur í hjá ykkur?"

Ég og Rebbý litum hvor á aðra og skelltum uppúr og kölluðum til baka: "Júbb, einmitt! Þið þekktuð hann..." Svo brunuðum við af stað aftur. Kindabóndinn sat nokkuð rogginn aftur í. "Mugison? hmmm, þetta hef ég ekki heyrt áður...", sagði hann og hélt svo áfram: "Ég hélt þeir hefðu áhuga á ykkur en svo var það bara ég sem þeir voru að spá í". Þetta litla atvik nægði til að skemmta okkur langleiðina niður í bæ þar sem stefnan var sett á Boogie nights. Stefnan að dansa.

Og við dönsuðum og dönsuðum. Við túlkuðum lög og tilfinningar í áhrifamiklum dansi og reyndum jafnvel að dansa lífsblómsdansinn. Eina vandamálið var að það voru fleiri í sömu erindagjörðum og við. Jebb, dansgólfið var yfirfullt af mistillitsömum dönsurum. Svo við fengum okkar skerf af hrindingum, olnbogum, höfuðskellum og Rebbý tókst meira að segja að verða fyrir fljúgandi kertastjaka sem einn dansherran sveipaði af stað með jakkanum sínum.

Til að hvíla okkur á dansinum kíktum við á fleiri staði, bara svona til að sjá hverju við værum að missa af. Stoppuðum aðeins á Dubliners þar sem við náðum að skemmta okkur ljómandi vel þrátt fyrir skrítinn samansöfnuð af fólki. "Farðu á barinn... og sæktu manninn fyrir mig í leiðinni...", sagði Rebbý og vildi fá að spjalla aðeins meira við krúttulega sénsinn sem hún hafði rétt svo stungið af þegar hún settist með mér og kindabóndanum.

Ég trítlaði af stað. Renndi augunum yfir karlmennina sem stóðu við barinn. Úbbbss, ég er ekki mjög mannglögg. Hér var meira en nóg af karlmönnum og ég átti að sækja einn ákveðinn. Ég stillti mér upp við barinn og beið afgreiðslu. "Ég er hræddur...", hvíslaði maður í eyrað á mér.. Ég leit við og spurði: "Við hvað ertu hræddur?" "Bara allt, hræddur við að vera hér inni....", svaraði hann og hélt svo áfram að blaðra. Ég horfði á hann... hmmm, var þetta ekki bara maðurinn sem ég átti að sækja. "Hey, komdu með mér að borðinu okkar...", sagði ég frökk og held að mér hafi tekist að koma Rebbý hressilega á óvart með að drösla manninum til baka.

Það kom reyndar í ljós að maðurinn var ekkert sérlega skemmtilegur og jafnvel hálf ruglingslegur.... svo á meðan kindabóndinn brá sér á salernið hafði Rebbý útskipti. Út með hrædda manninn og inn með unga manninn. Kindabóndinn skellti sér við hliðina á mér ég bekkinn og starði í undrun á unga manninn: "Hey! Sat ekki annar hér fyrir mínútu síðan? Hvað gerðist?"

Við enduðum svo á meira balli með meiri dansi... meiri dansi.. meiri troðningi... Og þreytta fólkið sem ætlaði bara rétt að kíkja í bæinn svona á föstudagskvöldi endaði með að vera fram á morgun. Þreytt, kát og sæl. Jebb, stundum er óskipulögðu kvöldin bara þau skemmtilegustu og við þrjú höfðum svo sannarlega náð að hafa gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já það segir þú satt ... þetta var hið fínasta kvöld hjá okkur og ég er alveg til í að keyra ykkur aftur 
samt næst þegar ég segi þér að ná í sénsana mína og þú sérð að þeir eru ekki í lagi, komdu þá tómhent frekar eða allavega skilja skilaboðin sem ég sendi um að við þurfum að losa okkur við viðkomandi ..... Moli hvað, Ausa hvað. 

Rebbý, 7.2.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þið þurfið að búa til táknmál:

Dæmi:

Vilma fer að barborðinu.  Horfir í kringum sig.  Finnur heppilegt ... "fórnarlamb".  Nær augnkontakt við rebbý, sem bíður við borðið hinu megin.  "Hvernig líst þér á hann þennan?" blikkar Vilma.  "Hann er með skakka augntönn, tileygður, með hárkollu, og flösu, plattfót, og innskeifur" morsar Rebbý til baka.

Einar Indriðason, 7.2.2009 kl. 17:34

3 identicon

Gott að þið náðuð að hrista aðeins upp í rollubóndanum.   Hann hefur haft gott af því :)

Bibba (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Rebbý

já - eða bara ég segi "bilaður" þá kemur til baka frá Vilmu ... Moli hvað

Rebbý, 8.2.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... já, það kom mér á óvart að þú værir komin með þetta gælunafn á kindabóndann eftir ekki lengri tíma en þetta!

Vilma Kristín , 8.2.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband