4.2.2009 | 23:33
Ég lendi í tímaflakki
"Ég býð ykkur góðan dag á þessum fallega fimmtudagsmorgni, 5. febrúar...", sagði þulurinn í útvarpinu. Ég var nærri búin að keyra útaf... Fimmtudagur? 5. febrúar? Í alvörunni? Sko ég mundi eftir að það var þriðjudagur... en ég mundi ekkert eftir miðvikudeginum. Ok, ég er búin að vera þreytt en gat verið að ég hafði verið svo þreytt að ég hafði sofið af mér miðvikudaginn? Og var ég þá búin að fara með barnið á réttan stað? Hvað með verkefnin?
"Er fimmtudagur?", kallaði ég til líffræðingsins um leið og ég mætti.. enginn tími til að bjóða góðan daginn. Hann leit á mig, örlítið hissa á svip, og svarði svo rólegur: "Nei, Vilma. Það er miðvikudagur". "Hjúkk!", stundi ég og hlammaði mér í stólinn. Hjúkk... ég var ekki bún að týna heilum degi úr lífinu.
Ég sagði líffræðingnum frá ruglaða útvarpsþulinum. hann hristi hausinn og sagði: "Þetta er ástæðan fyrir því að plötukynnar í útvarpinu eiga ekki að vera að gaspra". Ég er bara að spá, hversu margir ætli hafi haldið að þeir hefðu týnt degi eins og ég í morgun.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hehehe .... þú ert búin að vera í daga rugli alla vikuna dama ..... en mundu það er föstudagur og stefnumót við mig á morgun.
Rebbý, 5.2.2009 kl. 08:21
Hrikalegt þegar fólkið í útvarpinu klikkar svona!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 08:28
Ha ha ha... þetta hefð getað orðið að tómu tjóni. Gott að þú fékkst tínda tímann þinn
Guðrún Þorleifs, 5.2.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.