2.2.2009 | 23:02
Dúllurnar mínar!
Um helgina fór ég í afmæli, sem endaði sem sérlega ánægjulegt kvöld með sérlega skemmtilegum stelpum. Þarna sátum við og blöðruðum um allt á mili himins og jarðar. Kalmenn, hannyrðir, mataræði, nám... hvað sem er... Og mitt í öllu blaðrinu duttum við eiginlega niður á fullkomna pick up línu fyrir karlmenn... fullkomin pick up lína fyrir góðar hannyrðakonur.
Og svona yrði það:
Hún situr ein við barinn. Hún er snyrtilega klædd, kannski í svörtu pilsi - ekkert glannalegu stuttu - og í huggulegum topp. Þarna situr hún, frekar kæruleysisleg, og drekkur flottan kokteil í gegnum rör. Hún er klárlega ein á ferð og vekur athygli karlmanna á staðnum.
Hann ákveður að kæfa óttann, og sest við hliðina á henni. Hún horfir í hina áttina og fitlar við rörið. Hann ræskir sig, vonar að hún líti við honum. Hann nær að klára bjórinn áður en hún virðist taka eftir honum. Skyndilega lítur hún á hann og brosir. Hann notar tækifærið, kynnir sig, er djarfur og bíður henni í drykk.
Og þarna eiga þau notalega stund við barinn. Hann álítur sig frekar heppin. Kannski á hann möguleika. Hann vegur og metur aðstæðurnar á meðan þau spjalla um dagleg mál. Ætti hann að bjóða henni í dans? Ætti hann að biðja um símanúmerið? Og þá, þegar hann er í miðju ákvörðunarferli, kemur hún honum á óvart. Hún horfir á hann seiðandi og leggur aðra höndina á læri hans og spyr: "Viltu koma með mér heim og sjá dúllurnar mínar?"
Það liggur við að það standi í honum. Vá! Fara með henni heim... sjá "dúllurnar".. það liggur við að þetta sé ósiðlegt tilboð.... hversu fljótt geta þau komist út? Hann nær ekki að koma upp orði, en kinkar kolli, ákaft. Það er allt of langt síðan hann hefur litið "dúllur" augum. Saman hlaupa þau að næsta leigubíl og bruna heim.
Þau leiðast upp að íbúðinni hennar og hún leiðir hann að sófanum. Hún biður hann um að láta fara vel um sig á meðan hún hafi sig til og blikkar hann. Hann andar ört á meðan hún hverfur inní herbergi. Á hann að fara úr einhverju? Á hann að halla sér aftur? Er þetta virkilega að gerast?
Og áður en hann veit af er hún mætt aftur... hún tiplar til hans og hefur ekki augun af honum á meðan... gengur að honum. Og honum til mikillar furðu dreifir hún úr hekluðum dúllum á stofuborðið. Blikkar hann svo og segir: "Þú hefur ekki séð svona flottar dúllur lengi, er það?"
Það þarf varla að taka fram að við ætlum allar að skrá okkur á námskeið í hekli hjá heimilisiðnaðarfélaginu...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
haha api, þetta var svo sannarlega skemmtilegt kvöld
Snjóka, 2.2.2009 kl. 23:09
Ó, já, ljúft og skemmtilegt... svo ég tali nú ekki um gómsætu veitingarnar...mmmm....
Vilma Kristín , 2.2.2009 kl. 23:52
ohh snilld ... þú kennir mér síðan að hekla í framhaldinu
Rebbý, 3.2.2009 kl. 09:30
Þetta er bara mega blogg....ég held ég hafi samt bara einusinni séð þig prjóna en vona að það gangi vel að hekla og þú eigir þér góða framtíð í dúllum :)
Heimalingur (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:29
Ó ég hélt að allir vissu þetta með dúllurnar. Á alltaf búnt á vísum stað :o)
Bibba (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.