Dag einn mun ég lifna við á ný...

Já, ég held það bara.. að ég geti tekið undir með þessu ljómandi skemmtilega lagi og sagt: Dag einn mun ég lifna við á ný...

Var að hlusta á lagið áðan í bílnum og bara næ því ekki úr kollinum á mér. Það og þá sérstaklega þessi eina lína náðu alveg innað beini á mér. Og nú er ég að spá það ... það er ýmislegt sem ég hef ekki í lífinu núna sem ég væri til í að fá aftur inní lífið. Og það er ýmislegt sem ég vil losna við, eins og kvalir út af gigt. Kannski verð ég einhvern tíman búin að ná svo góðum tökum á lífinu að ég get aftur náð inní það því sem vantar og get útilokað það sem ég vil ekki hafa. Og þá mun ég lifna við á ný... gæti það ekki verið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég kann gott ráð! Ég skal kenna þér það næst þegar við hittumst

....en svona til að hreinsa þetta lag út af því að ég kann það ekki..... þá syng ég: Það er Daloon dagur í dag........ ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Vilma Kristín

Takk Hrönn! Bjargaði málinu... það er Daloon dagur í dag... gríptu eina glóðvolga og gæddu þér á....

Vilma Kristín , 1.2.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Snjóka

arrgg nú er ég komin með Daloon lagið enn einu sinni á heilann

Manstu, dagurinn í dag undirbúningsdagur fyrir daginn á morgun sem er dagur 1 í breytingum og hér eftir er allt uppávið

Snjóka, 1.2.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Vilma Kristín

Jebb... byrjað að plana morgundaginn... sjáum hvað setur... ég er sannfærð um að héðan í frá liggi leiðin uppá við...

Vilma Kristín , 1.2.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Rebbý

ohh Hrönn .... þú ert ekki vinsæl
ef það er eitthvað í veröldinni sem ég þoli ekki þá er það helv Daloon lagið (afsakið orðbragðið)  og auðvitað er það komið í kollinn á mér nú.
spennó tímar sem bíða á árinu 2009 eins og við lofuðum okkur á áramótum og við lifnum enn betur við

Rebbý, 2.2.2009 kl. 00:01

6 identicon

Vilma það nægir ekki einu sinni að flýja úr landi til að losna við þetta lag úr heilanum!!

en ég elska það :)

Heimalingur (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 06:36

7 Smámynd: Einar Indriðason

heheheh... Hrönn var á undan mér... Ég ætlaði nefnilega líka að spyrja:  "Hvað með Daloon lagið" :-)

*söngl*  Það er Daloon dagur í dag... *söngl*

Gikt, segirðu ... Góði Dátinn Svejk notaði andanefjulýsi á giktveik hnén sín....

Einar Indriðason, 2.2.2009 kl. 08:02

8 identicon

Æðruleysisbænin í hnotskurn ... breyta því sem ég get breytt og ...

Bibba (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband