1.2.2009 | 02:51
Ævintýrinu lokið, ég drep svikarann...
Ég sendi tölvupóst í morgun, með nokkrum trega. Ég vissi að ég myndi finna fyrir eftirsjá og söknuði eftir að ég ýtti á "send" hnappinn. En svona er þetta bara, lífið. Það er flókið og enginn sagði að það ætti að vera auðvelt. Og nú var komið að þeim tímapunkti í lífi mínu að ég þurfti að enda samband. Það er aldrei auðvelt að segja einhverjum upp. Sérstaklega ekki þegar hinn aðilinn lifir í afneitun og vill ekki sleppa.
Ég hafði samið uppsagnarbréfið í gær, og látið lesa það yfir. En ég dró aðeins að senda það. Þetta er eitthvað svo endanlegt. Að slíta alveg samskiptin við aðra manneskju. Að slíta samband sem hefur staðið yfir í tvo mánuði. Það er kannski ekki langur tími, ég hef svo sem slitið samband sem hefur staðið lengur. En það er nógu langt til að byggja upp væntingar og vonir.
Að segja einhverjum upp með tölvupósti er kannski ekki flott aðferð. Ég veit það. En í þessu tilfelli var eiginlega ekki um annað að ræða. Enda allt sambandið byggt uppá tölvupóstsamskiptum. Já, ég hef svosem aldrei séð persónuna á hinum endanum. Veit ekki einu sinni hvort það er einn eða fleiri, eða hvar þeir eru í heiminum þó ég hafi mínar grunsemdir. Við ákváðum semsagt að það væri kominn tími á að enda sambandið við "nígeríusvindlarann" okkar. Drepa hann má eiginlega segja.
Síðustu tvo mánuði höfum við skrifast á við "James Green" og mjög merkilega umboðsskrifstofu. James Green fann okkur, hafði samband og réð okkur sem au-pair stúlkur. Að sjálfsögðu er enginn alvöru James Green á hinum endanum, nei, þetta er partur af stórum svindlhring sem herjar á stúlkur sem skrá sig á umboðssíðum fyirr au-pair stúlkur. Svindlhringur frá Nígeríu. Við höfum rekist á þessa kauða áður. Nema núna ákváðum við að sjá hversu langt við gætum gengið.
Við réðum okkur í starfið. Og stóðum í stanslausum bréfaskriftum. Erfiðlega gekk nú að fá James Green til að senda myndir eða til að segja frá fjölskyldunni. En í öðru bréfi byrjaði hann að biðja okkur í guðanna bænum að borga bara 550 pund til umboðsskrifstofunnar. Á hverjum degi, stundum oft á dag, höfum við skrifað bæði James og umboðsskrifstofunni sem ýta fast á eftir greiðslu svo hægt sé að ganga frá pappírum fyrir okkur.
Við höfum gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Fyrst áttum við ekki nægan pening og fengum James Green til að borga 100 pund á móti okkur. Yeahh right. Svo kom snjór á Íslandi og við komumst ekki úr húsi. Við höfum lent í hverri hrakningunni á fætur annari og alltaf erum við á leiðinni að borga peningana... sem við áttum að senda með Western Union money transfer sem samkvæmt lögreglunni á allt heiðarlegt fólk að forðast... alþekkt leið svindlara til að fá órekjanlega peninga. Og þá gerðum við allt vitlaust! Við semsagt settum peningana í umslag og sendum með póstinum!
James Green fékk áfall. Umboðsskrifstofan bilaðist. Vitum við ekki hvað það er hættulegt? Bréf geta týnst. Og dag eftir dag báðu þeir okkur að fara og sækja bréfið aftur á pósthúsið. Við sögðumst hafa farið. Og við lentum í allskonar veseni á pósthúsinu. Á endanum skrifaði starfsmaður pósthúsins bréf þar sem útskýrt var að skv. uppskálduðum lögum mætti ekki skila aftur bréfi. Starfsmaður pósthúsins var að sjálfsögðu bara við með nýju netfangi. Þá kom babb í bátinn. Umboðsskrifstofan neyddist til að loka pósthólfinu sínu þar sem svo mikill póstur var að týnast. Við dóum næstum úr hlátri! En við vorum bjartsýn og alveg viss um að pósturinn skilaði sér. Póstmaðurinn í Glasgow myndi bara fletta upp heimilisfangi umboðsskrifstofunnar (sem er auðvitað ekki til í alvörunni) eða ná að finna starfsmann hennar sem okkur hafði verið gefinn upp ( að sjálfsögðu er hann ekki til heldur). Og svo báðum við þá um að vakta heimilisfangið ákveðinn dag, sem bréfið átti að berast skv. póstyfirvöldum.
Auðvitað skilaði bréfið sem við aldrei sendum til umboðsskrifstounnar sem ekki er til aldrei. Flókið... Og þá tók við biðtími eftir að bréfið yrði endursent. Á meðan skemmtum við okkur við að biðja um upplýsingar um áhugamál og ýmis persónuleg mál og sendum allskonar myndir frá snævi þökktu Íslandi. Bara gaman. Enn var ýtt á okkur að redda pening svo hægt væri að byrja á pappírsvinnu enda þurfti að redda okkur vegabréfsáritun og vinnuleyfi.. (ha, ha ha, einmitt). Gætum við ekki fengið pening lánaðann?
Birtist þá ekki í sögunni hún gamla veika amma okkar sem á pening. James Green og umboðsskrifstofan kættust nú mjög og hvöttu okkur áfram í að biðja gömlu konuna um penina. En svo fór ég að mótmæla og gleymdi að svara í nokkra daga... óþekka, óþekka au-pair stúlka! Vinir okkar í Nígeríu að fara yfir um á taugum. Hvar vorum við? Vildum við ekki koma? Við þurftum að senda pening! Núna! Til að gera söguna ævintýralegri skálduðum við upp sorglega sögu um að veika amman hafði veikst meira, farið á spítala og loks dáið! Mjög dramatískt. Og þegar James Green tók fréttunum ekki með nógu mikilli virðingu - reiddumst við og hótuðum að hætta við að koma. Uppskárum hvert afsökunarbréfið á fætur öðru. James Green var "so so sorry"... endilega borgið.. börnin hlakka til að hitta þig.. hugs and kisses... Við lofuðum að fara og borga á ákveðnum tíma og þegar þeir fóru að athuga með greiðsluna sendum við kveðjubréfið... þetta var sársaukafullt og leiðinlegt... en nauðsynlegt... nígerísvindlarinn gerði eina lokatilraun... þóttist ekki skilja alveg bréfið... vorum við að stríða þeim? Vorum við ekki að koma? Við hlógum og skrifuðum lokabréfið. Ekki skrítið að þeir vildu ekki sleppa okkur við erum búin að láta þá snúast um okkur í 2 mánuði og búin að kosta fullt af vinnu...
Nú snúum við okkur næst að Grace, ekkjunni sem ætlar að gefa okkur 12 milljónir punda til að styrkja okkur í að opna heimili fyrir fátækar ekkjur... við ætlum að stofna samtök eins og rauða krossinn ... þau eiga að heita "Icesave"...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hahahah þú ert stórkostuleg.
Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 08:18
já þetta var sko mikil sorgarstund!!
En það má samt ekki gleyma að við höfum einnig sagt í lokabréfinu að það eru "fullt" af stelpum að leika sama leik og við erum búnar að gera síðustu tvo mánuði :)
Heimalingur (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 08:39
Icesave ..... hehehhe
en mikið hlýtur það að vera erfitt að kveðja Nígeríumanninn því það er ekki lítið sem þú hefur haft gaman af því að kvelja "aumingja" manninn
Rebbý, 1.2.2009 kl. 10:40
Æi, grey aumingja hann.... Gastu ekki sent honum eins og 10 bréf til baka... þar sem sagði... "efnahagur landsins er í rúst, pottasettið mitt er ónýtt, sleifarnar mínar eru allar bognar og beyglaðar.... ÞIÐ VERÐIÐ að bjarga ÍSLANDI!"
Einar Indriðason, 1.2.2009 kl. 11:44
...með indverskum hreim? ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 20:13
"And lotsa ricenkúrrí - if you húrrí"
Einar Indriðason, 2.2.2009 kl. 08:03
Hahahahaha ... þið eruð æðisleg :)
Bibba (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.