Tómlegt heimili

Fyrir 12 vikum fæddust 5 litlir kettlingar hér á heimilinu, aðeins degi eftir að 4 kettlingar höfðu fæðst hjá annari læðu. Þessum fimm litlu krílum lá svo mikið á í heiminn að fyrsti kettlingurinn fæddist á meðan mamman sat á kattaklórunni. Og áður en við komum hinni fæðandi móður í gotkassann fæddist kettlingur númer tvö í forstofunni þar sem ég tók á móti honum, enn í úlpu og útiskóm. Síðustu þrír duttu svo bara í heiminn þegar mamman var komin á réttan stað.

Fyrstu vikurnar voru þeir rólegir, vöktu athygli fyrir þetta. Lágu bara í kassanum, drukku í sig móðurmjólkina og ultu um. Sýndu enga tilburði til að skoða heiminn. Við vorum ánægð með rólegu og góðu börnin... en svo fóru þau að stækka og rembast við að apa allt eftir "eldra" gotinu. Nú er svolítill tími síðan það got flutti að heiman. Og við höfum "bara" haft fimm kettlinga síðustu vikurnar.

Þau eru löngu hætt að vera róleg. Þau eru snarbrjáluð. Á kvöldin hlaupa þau hér um í hóp, á og yfir allt sem er fyrir. Þau sýna eldri köttunum enga virðingu - og þá sérstaklega ekki Míu hinni mögnuðu. Stundum sitjum við bara og andvörpum þegar þau eru uppá sitt besta... eða eigum við að segja versta.

En núna... núna er komið að því að börnin fari að heiman og tilhugsunin er skelfileg. Míana Mey fór fyrst að heiman og yfirgaf okkur í kvöld með nýja eigandanum sem ljómaði af hamingju. Við sátum eftir með skeifu og tár í augunum. Á morgun flytja Tóbías Týr og Snepill Snær... og þá verður orðið tómlegt... Um helgina fara svo Kalína Kaja og Elíana Eik... Hræðilegt!

Heimilið verður svo tómlegt þegar það verða bara eftir fullorðnu kettirnir fimm, gárarnir tveir, dísargaukurinn og fiskarnir... við verðum að gera eitthvað í þessu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þér tekst örugglega að redda þessu væntanlega rólega ástandi fyrr en síðar

Guðrún Þorleifs, 30.1.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Rebbý

uss þú verður ekki lengi að redda þessu ..... en voðalega held ég að það verði samt tómlegt að kíkja til þín næst

Rebbý, 30.1.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Einar Indriðason

Lausnin er einföld.  Fylla fleiri læður af kettlingum!

Einar Indriðason, 30.1.2009 kl. 09:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj.... þetta er alltaf erfiðasti hlutinn.....

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband