Of hvítt eitthvað

Ég hef aldrei verið mikil snjómanneskja. Nei, snjórinn er ekki fyrir mig. Fínt að hafa hann uppí fjöllunum bara. Þar sem hann er ekki að þvælast fyrir mér. Ekki misskilja mig, ég hata ekkert snjóinn. Mér finnst alveg gaman að vera útí að gera snjókarl með prinsinum mínum, eða bara að vera úti þegar dúnmjúkur snjór fellur til jarðar. Og það getur alveg verið gaman að renna sér á snjóþotu - skíði eru hinsvegar verkfæri sem ég skili ekki... Og að moka stéttina, það finnst mér óskaplega gaman. Ég hefði farið út áðan að moka ef ég hefði ekki haft svona mikinn höfuðverk.

Þannig að ég get alveg haft gaman af honum og svo sannarlega gerir hann umhverfið dulúðugt og fallegt. Það er eitthvað svo saklaust við snjóinn. En þetta er svona um það bil allt sem ég þoli af honum. Ég þoli ekki að þurfa að reyna að ná nýþungum blautum snjó af bílnum mínum. Sérstaklega ekki þegar svo mikið kemur niður að maður nær aldrei að skafa allan hringinn (jebb, ég er ein af þeim sem verð að hafa allar rúður vel skafaðar áður en ég legg af stað). Ég þoli ekki að þurfa að klofa háa snjóbynga til að geta skafið bílinn minn. Ég þoli ekki allan snjóinn sem berst inn hjá okkur og bráðnar í polla svo það er ómögulegt að fara í forstofuna án þess að blotna.

Umfram allt þoli ég ekki að keyra í snjó. Ég er frekar lélegur og óöruggur bílstjóri og Rúna mín er sko enginn jeppi. Svo ég er stanslaust með í maganum og öran hjartslátt þegar ég þarf að keyra í snjó, tala nú ekki um snjó eins og var í kvöld. Ég sífellt hrædd um að festa mig... og hvað þá? Ekki er hægt að treysta á aðstoð frá náunganum. Neibb, ég er enn skelfingu lostin yfir því þegar ég festi bílinn minn síðast (það var árið 1994)... þar kom að maður sem ég vonaði að ætlað að hjálpa mér. Hann æddi að bílnum mínum, reif upp bílstjórahurðina og æpti á mig að ég ætti bara að vera heima... helvítis kerlingar ættu ekkert með að keyra! Ég trúði honum og ég heyri enn hann æpa á mig þegar ég nálgast skafl... "Ekki láta mig festa bílinn... ekki láta mig festa bílinn...", hvísla ég á milli saman bitinna tannana og vona að ég geri ekki í mig af hræðslu.

Og í dag með dyngjandi höfuðverk og ljósfælin var snjórinn ekkert nema til óþurftar. Líffræðingurinn sýndi mér fádæma tilltissemi og samþykkti að dregið yrði fyrir gluggana svo glampinn af snjónum gengi ekki frá mér. Á þeirri stundu ákvað ég að flytja til heitari landa. Einhvers land þar sem helst er alltaf sama veðrið, og aldrei snjór. Á stað þar sem kerlingar geta keyrt án þess að vera fyrir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Mér finnst fínt að hafa snjóinn á þessum árstíma... snjórinn lýsir tilveruna upp, og það er allt annað að horfa út og sjá hvítan snjóinn, heldur en horfa út, og varla sjá súldina fyrir rigningu........

Svo er spurning um að vera með góð dekk á bílnum, keyra varlega, og vita hvernig á að bregðast við ef bíllinn lætur ekki rétt að stjórn.... 

(Þú gætir æft þig aðeins t.d. með því að finna stórt bílastæði, og skrensa aðeins....)

Einar Indriðason, 29.1.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Einar Indriðason

En... svosem... ég er sammála þessu með slabbið og að bera snjóinn inn... og allar mottur blautar, og öll gólf blaut.... það mætti minnka það aðeins.....

(það er greinilega ekki bæði sleppt og haldið .... :-)

Heyrðu!  Hvað með að fara í snjóboltakast?

Einar Indriðason, 29.1.2009 kl. 00:34

3 identicon

já ég sé vilmu fyrir mér vera að æfa sig í hættunni. En Vilma ég tel það bara mjög gott ef þú hefur ekki fest þig í öll þessi ár!!

Heimalingur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband