Fórnir búsáhaldabyltingarinnar

Ég og kennarinn tókum ekki frí í dag, enda bara um áfangasigur að ræða - við viljum meira - við viljum nýtt lýðræði. Við skunduðum niður á Austurvöll og skelltum okkur í fámennan hóp mótmælanda, við stilltum okkur upp í hringnum og trommuðum á pottana. Ég var svo einbeitt að ég tók ekki einu sinni eftir því að það rigndi. Tók ekki eftir því fyrr en við gengum af stað í bílinn.

Hundblautar með allan krakkaskarann á eftir okkur hoppuðum við uppí bílinn sem er á erlendu bílalánunum og brunuðum af stað. Rétt í því sem við sleppum útaf bílastæðinu fýkur miði af framrúðunni. Shit! Við litum hvor á aðra... úbbbsss.... við gleymdum að borga í stöðumæli og nú þyrftum við að borga sekt. Jebb, við erum að fórna okkur fyrir mótmælin. En hvað áttum við að gera? Sektarmiðinn fokinn útí veður og vind.

Jú, við deyjum ekki ráðalausar. Bílnum lagt hið snarasta og við út að leita af helvítis sektarmiðanum sem fauk eitthvað útí veður og vind. Börðumst áfram í roki og rigningu, hlaupandi um götuna og bílastæðið. Og viti menn! Þarna lá miðinn og hafði rifnað í sundur. Kennarinn lagði sig í lífshættu við að tína hann upp af götunni á meðan bílarnir ættu framhjá.

Annars er búsáhaldabyltingin farin að kalla á fleiri fórnir. Ég braut eina sleifina mína áðan, í tvennt. Úbbbss, hugsaði ég og yppti öxlum... nota þessa kannski ekki mikið meira. Eggjapannan okkar er komin í spað, öll beygluð og krambúleruð. "Hvað ertu búin að gera?", spurði kattadómarinn með skelfingu í röddinni og starði á pottlokin sín. Kennarinn gat ekki neitað að hafa notað þau í mótmælunum. Eftir umfangsmiklar hljóðprufur höfðu þessi öldruðu pottlok skapað mestan hávaða. Þau höfðu nýst vel sem hávaðagjafi síðustu daga... reyndar voru þau farin að láta á sjá. Haldið hafði brotnaf af öðru og hitt var örlítið dældað. Kattadómarinn horfði á pottlokin og andvarpaði: "Já, en þetta eru elstu pottlokin mín! Þau eru af fyrsta pottasettinu mínu, sem ég eignaðist þegar ég fór að búa.. Þau eru tuttugu ára gömul!". Og síðan þá hafa þau fengið að sitja heima, dælduð og án halds - en geta aldeilis sagt sögur!

Í staðin hefur kennarinn dröslast á mótmælin með annað og ekki eins merkilegt pottlok og sleif sem hún erfði eftir mömmu sína. Nú er pottlokið orðið rispað. Erfðagripurinn, sleifin sem örugglega hefur séð ýmislegt í gegnum árin, er orðin brotin en getur enn sinnt sínu hlutverki sem ásláttaráhald á dældað pottlokk. Lifi byltingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

"Ég og kennarinn tókum ekki frí í dag,"  Kennarinn hlýtur að hafa tekið sér frí í dag ekki trúi ég því að hann hafi látið hin þrælandi almúga sem að enn hefur vinna borga sér veikinda dag þannig að ég geri ráð fyrir að þetta sé prentvilla hjá þér og kennarinn hafi tekið launalaust frí í dag ekki satt: 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.1.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, nei hún tók nú hvorki launalaust frí né veikindadag heldur sinnti sinni vinnu af sömu samviskusemi og alltaf... Við tókum okkur hins vegar ekki frí frá mótmælunum í dag, og tókum þátt eftir að hefðbundnum vinnudegi lauk. Við tókum okkur hinsvegar frí frá mótmælum í gær.

Vilma Kristín , 26.1.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er víða pottur brotinn..... híhíhíhíhí ég er svo fyndin....

Ég legg til að búsáhaldaverslanir verði með pottaútsölur - eftir byltingu!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Vilma Kristín

Ja, með þessu áframhaldi verð ég sennilega að endurnýja eitthvað í mínum pottaskáp og sennilega fjárfesta í nýjum áhöldum líka.. En ég sé sko ekki eftir pönnunni né sleifinni... nei... áfram skal barið...

Ég er reyndar viss um að búsáhaldaverslanir kæmu sterkar inni með því að halda Byltingarútsölu, eða hefði tilboð... þú kemur með beyglaðan pott og færð 30% afslátt af nýjum, kemur með brotna sleif og færð 50% afslátt af nýrri!

Vilma Kristín , 26.1.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Rebbý

ég er svo ánægð með þig ... þvílíkar sögur sem barnabörnin fá að heyra af ömmu sinni, einum duglegasta mótmælandanum

Rebbý, 27.1.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband