25.1.2009 | 22:25
Gáðu að því hvar þú stígur
Það var dimmt. Ég og börnin stefndum þvert yfir bílastæðið. Ég hélt þétt um hönd prinsins og heimasætan skoppaði á undan. Ég sá stóran poll framundan sem leit út fyrir að vera djúpur og ofan á honum flutu íshrönglar. "Passið ykkur að stíga ekki í pollinn!", sagði ég ákveðin og dró prinsinn nær mér og starði stíft á heimasætuna tipla fram hjá pollinum. Starði svo stíft að ég sá ekki pollinn sem var hinum meginn við mig. Pollinn sem ég steig beint ofan í, uppað ökla.
Ískallt vatn fyllti skóinn og buxurnar blotnuðu. Ég beit saman jöxlunum. Bévítans ólukka. Það borgar sig sem sé ekki að passa svo vel uppá ungana sína að maður gleymir að gá að sjálfum sér. Ísköld á tásunum hélt ég áfram yfir stæðið og stökk uppí Rúnu og brunaði heim á leið.
í dag var hvíldardagur. Hvíld frá eiginlega öllu. Ég reyndar dröslaðist í að versla inn fyrir vikuna. Dró óánægðan ungling á eftir mér um Krónuna þar sem hún lýsti óánægju sinni við hvert tækifæri. Ja, þar til okkur datt í hug að taka lagið aðeins, uppfrá því fór búðarferðin öll í uppnám og endaði með að systkinin fóru í slag með hreingerningarhönskum sem þau fundu á tilboði. Annars var bara gott að eiga hvíldardag :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Vona að það hafi verið Júróvisíonlagið........ ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 22:29
ánægð með hvíldardaginn þinn .... eigðu annan sem fyrst aftur
Rebbý, 25.1.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.