22.1.2009 | 22:56
Vanhæf ríkisstjórn
Miðaldra dökkhærð kona hallaði sér að okkur og spurði: "Hvað eru þau að syngja?" Ég og kennarinn litum hvor á aðra og brostum. Þessari spurningu gátum við svarað, enda alltaf að mótmæla. Kennarinn hallaði sér fram og sagði hátt: "Vanhæf ríkisstjórn!". Konan kinkaði kolli og bakkaði til baka. Ég og kennarinn glottum og kinkuðum líka kolli. "Við hefðum getað gefið henni þrjár útgáfur...", sagði kennarinn og hló.
Það hafði líka tekið okkur tíma að ná aðalslagorðinu. Við hefðum kannski átt að spyrja einhvern. Þegar við héldum heim á leið í gærkvöldi frá þjóðleikhúsinu viðkenndi kennarinn hún hefði til að byrja með misheyrt slagorðið sem við höfðum verið að æpa. Hana hafði alltaf heyrst að mótmælendur æptu: "Bæ bæ ríkisstjórn" en nú væri hún búin að ná þessu. Ég hló og viðurkenndi að ég hefði líka misheyrt... nema ég hafði alltaf heyrt mótmælendur æpa: "Banvæn ríkisstjórn".
Í dag fór ég tvisvar að mótmæla, í hádeginu með líffræðingnum og með kennaranum um kvöldið. Það er eitthvað sögulegt að fara að gerast og ég ætla svo sannarlega að taka þátt. Ég er einbeitt og ákveðin. Friðsöm mótmæli. Ég er ekki hlynnt ofbeldi. Innan lögreglunnar eru aðilar sem hafa gengið of langt. Það afsakar ekki atburði síðasta sólarhrings. Ekkert réttlætir það. Eftir að hafa verið viðstödd mótmælin er ég sannfærð að lang lang fjölmennasti hópur þeirra er friðsæll, á ekkert sökótt við löggæslu eða hvern annan. Og nú er enn mikilvægara en áður að friðsamt fólk mæti og að við látum ekki óþekktarangana ræna okkur mótmælunum.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
haltu áfram að leyfa mér að heyra hvenær þú ferð .... ég fer að koma aftur með
Rebbý, 22.1.2009 kl. 23:02
He, he, núorðið fer ég á hverjum degi - jafnvel oftar en einu sinni. Ég ætla að skipta máli
Vilma Kristín , 22.1.2009 kl. 23:17
Ég var þarna í gærkvöldi ;)
Það hlýtur að koma að því að við hittumst!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 07:48
Jæja.... Hrönn og Vilma... nú eruð það þið sem eruð eins og Kathy og Heathcliff, hlaupandi hvor á móti annarri.... í slów motion ......
Þið *hljótið* að fara að hittast fljótlega!
Einar Indriðason, 23.1.2009 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.