Ég og potturinn minn

"BAMM BAMM Bamm-bamm-bamm" Við stóðum fjölmörg í hnapp og slógum sama taktinn og hrópuðum slagorð þar á milli. Ég og potturinn minn slógumst í för með kennaranum og pottlokunum hennar. Svo stóum við, hlið við hlið, slógum taktinn og hrópuðum. Í góðum takti með öllum hinum.

Einhvern veginn virðist þetta vera eðlilegt þegar maður er þarna. Það er bara eðlilega að ganga um bæinn með pott í hönd, eðlilegt að standa með ókunnugu fólki og finna samstöðuna. Það er jafnvel að verða eðlilegt að hafa óeirðalögregluna örfáa metra frá sér, víkja fyrir þeim þegar þeir ganga í hópum fram hjá manni. Ég horfi á þá sem persónur, fólk eins og mig, sem eru ekki öfundsverðir af starfinu sínu núna, innst inni eru þeir örugglega hræddir og reiðir - meirihluti þeirra á hrós skilið fyrir einstaka þolinmæði.

Þarna stóðum við þegar kjarninn sem við vorum hjá tvístraðist. Nýja hugmyndin æddi á milli mótmælanda. Við myndum færa okkur um set. Ég og kennarinn þrömmuðum af stað, berjandi potta, og dreifuðum í leiðinni fréttunum. Við gengum fram hjá hóp af lögreglumönnum sem voru ringlaðir á svip. Voru mótmælendur að gefast upp? Ég er viss um að þegar þeir áttuðu sig á hvert við vorum að fara hafa örvænting gripið þá. Óþekku mótmælendur. Komið aftur! Verum frekar bara áfram á Austurvelli... Don't leave me this way...

En við þrömmuðum áfram í hóp, með hávaða, samstíga. Ég og kennarinn vorum með þeim fyrstu sem náðu upp að þjóðleikhúsi, löngu á undan lögreglunni. Við völdum að fara ekki inná fundinn. Í staðinn stóðum við rétt við innganginn. Innst í þvögunni. Stemmingin var ólýsanleg. Krafturinn svo mikill að maður gat næstum snert hann. Venjulegt fólk sem er búið að fá nóg. Venjulegt fólk sem kemur sjálfu sér á óvart með aðgerðunum.

Þegar maður sér þetta á myndbandi næst alls ekki að koma þessu öllu til skila. Þetta virðist hættulegt, eða jafnvel ófriðlegt. En fremst í miðri þvögunni stóðu tvær venjulega konur og slógu í potta og hrópuðu með öðrum mótmælendum og stemmingin er friðsöm, allir eru vinir, við brosum hver til annars - stillum okkur saman. Við komum heim uppfullar af orku. Ég er búin að finna leið til að hlaða batteríin, ég er til dæmis ósofin núna... eftir námskeið til Ástralíu til fjögur í nótt og eftir að vakna klukkan sjö... en ég kom endurnærð heim. Þegar við héldum heim á leið tóku unglingarnir mínir við. Ég og potturinn minn ætlum að hvíla okkur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Þið eruð hetjurnar mínar!

Snjóka, 21.1.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Vilma Kristín

Svo erum við, ég og potturinn minn, orðin fræg í útlöndum:

http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=22350

Vilma Kristín , 21.1.2009 kl. 23:19

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er nefnilega málið! Stemmningin er svo frábær.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 05:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey..... nú get ég þekkt þig næst!! ;) Allavega pottinn þinn.....

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 05:49

5 identicon

Ótrúlegt.   Heimsfrægð, hvorki meira né minna :)

Bibba (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vááá... ég á heimsfrægan bloggvin. Heppna ég

Guðrún Þorleifs, 22.1.2009 kl. 13:30

7 identicon

Vá þú ert fræg!!! Þeir sýndu bara pottlokin mín!! Þau eru fræg en ekki ég!!!

Hrund (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:14

8 identicon

Auuuuuuuuuuuuuuuuu!!!!

Sessý (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband