Ég skoða bæinn

Herra Janúar skoppaði um og vildi endalega fá álit mitt á stæltum afturendanum. Þar sem ég er svo vel upp alin gat ég ekki sagt nei, leit yfir og gaf álit mitt á þessum annars ágæta líkamshluta. Áður en við komumst í bæinn var ég komin með eiginhandaráritum hans á bringuna sem vakti verðskuldaða athygli hér og hvar um bæinn.

Hjálpsami innflutningsmaðurinnn reyndi að hjálpa mér, óumbeðinn, að ná eiginhandarárituninni af... samstarfskonu hans ekki til mikillar ánægju. Mjög sérkennilegt "moment" sem ég deildi með þessum ókunnuga manni. Ég og Snjóka hlógum og héldum svo áfram að borða Hlölla bátinn okkar sem við höfðum pantað eftir forskrift herra Janúar.

Svo var það "stalkerinn" sem ákvað að elta okkur af dansgólfinu til að geta setið á stól fyrir aftan okkur. Og af því ég er svo vel upp alin gat ég ekki neitað honum þegar hann loksins lét verða af því að bjóða mér uppí dans. Kurteisislega dansaði ég passlega nógu mikið til að vera ekki dónaleg þegar ég snéri aftur til stelpnanna.

Ég rakst svo á stælta sölumanninn sem ákvað þá á stundinni að vernda mig fyrir öllum perrunum í miðbæ Reykjavíkur. Og það sem er mikið af perrum! Ótrúlega mikið! Og vitið þið hvernig á að þekkja þá úr? Þumarputtareglan er að menn í brúnum hálfsíðum frökkum eru perrar... alla vega menn sem hafa eitthvað að fela, mjög varhugaverðir.

"Hvað ertu hár?", spurði ég mann sem stóð við hliðina á okkur á barnum og við störðum upp til hans. "Nógu hár", svaraði hann. Ég ákvað að giska, enda kannski ekki erfitt - maðurinn var risi: "Ertu 1.90?" Og hann kinkaði kolli. Ég leit á stælta sölumanninn og við kinkuðum bæði kolli: "Perri" Ég meina það hlýtur vera eitthvað að fólki sem er yfir 1.80. Ég og sölumaðurinn sannfærðum okkur um að það væri eitthvað að fólki sem er svona hávaxið... og um leið breyttist skemmtistaðurinn, helmingurinn af fólkinu inni var ýmist í brúnum jökkum eða of hávaxið til að hægt væri að treysta því.

Ég skoppaði svo aftur til stelpnanna og við héldum heim á leið þegar fór að líða að morgni. Sunnudagar eru frábær uppfinning fyrir þreytt fólk sem er búið að eyða viðburðaríkri helgi í félagsskap skemmtilegustu vina í heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Einar Indriðason

EIGUM VIÐ AÐ TALA LÁGT NÚNA?

(Eða er sá tími liðinn?)

Einar Indriðason, 18.1.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Snjóka

Þetta var náttúrulega snilldarkvöld, hef ekki hlegið svona mikið lengi og dettur mér þá sérstaklega í hug ein setning sem mér hefur verið bannað að hafa eftir á opinberum vettvangi

Mæli hins vegar með löngum brunch á Vox eftir svona kvöld, bjargaði mér alveg í dag.  Skellum okkur þangað næst

Snjóka, 18.1.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Vilma Kristín

Það er "date" Snjóka!

Vilma Kristín , 18.1.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Rebbý

count me in Snjóka
þetta var fínt kvöld nema hvað ég fékk ekki Hlöllann minn þar sem bílstjórinn var of fljótur að koma og pikka okkur upp, en fékk bara enn betri skyndibita í þynnkunni með Vilmu á sunnudeginum.
Mundu bara Vilma að hringja ..... algjört must

Rebbý, 19.1.2009 kl. 09:50

6 identicon

En sástu nokkuð þennan ljóta ?

Bibba (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:21

7 identicon

var eithvað varið í þennan afgreiðslumann?

Heimalingur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband