Ég læri...

Ég lærði nokkuð á síðasta sólarhring... veit ekki hvort ég man það næst þegar ég lendi í svona aðstöðu samt. Sko ég lærði það að vaka í 23 klukkutíma og vinna 19 klukkutíma af því, sofa svo í 3 tíma og mæta aftur í vinnu er ekki sniðugt. Alla vega ekki þegar maður er kominn svona vel við aldur eins og ég. Nú er annað ástralíu námskeið í næstu viku, kannski ég reyni að sleppa snemma í vinnu á miðvikudaginn..

Ég hélt að þetta yrði ekkert mál. En um þrjú leitið í gær var ég orðin hálf glær. Þá átti ég eftir að útrétta fullt og svo átti ég að fara með prinsinn til stuðningsfjölskyldunnar fyrir kvöldmat og mæta svo í matarboð um kvöldið. Einhvern veginn tókst mér að troða inn tíma til að leggja mig í klukkutíma. Svo var brunað í matarboð hjá Bibbu. Allur grillklúbburinn mættur og við ræddum heimsmálin, hlógum, borðuðum á okkur gat og fengum svo spá í kaupbæti frá húsmóðurinni. Klukkan var orðin um tvö þegar við skröngluðumst heim. Og ég átti hreinlega ekki séns á að vakna í morgun.

Þegar ég vaknaði um hádegisbilið var ég hins vegar full af orku og er búin að ná að taka slatta til, fara á mótmælin og svo á kaffihús með kisugenginu og stefni á bæjarrölt fram á nótt með Rebbý og fleiri góðum félögum. Hver veit nema ég finni ljóta manninn sem Bibba er búin að spá mér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Leiðinlegt að hitta þig ekki í dag. Annars minni ég þig bara á að hvíla börin þín ;)

Sjáumst þótt síðar verði! 

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 20:39

2 Smámynd: Snjóka

Gengur betur næst að hitta ljóta manninn, sáum reyndar slatta af ljótum mönnum en ekki rétt ljóta manninn

Snjóka, 18.1.2009 kl. 04:55

3 Smámynd: Rebbý

nei - stalkerinn þinn var ekki einu sinni ljóti maðurinn

Rebbý, 18.1.2009 kl. 05:25

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpur! Þið eigið ekki að vera að horfa á ljóta menn........ þið eigið að sjá fallegu mennina ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 11:06

5 identicon

Þú varst nú alveg ótrúlega hress þarna á föstudagskvöldið miðað við undanfarið svefnleysi og ofurvinnu.
Takk fyrir kvöldið það var ljómandi skemmtilegt

Bibba (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:50

6 Smámynd: Einar Indriðason

Ah... svefnleysi, ofurvinna... "ótrúlega hress" .... það skýrir næstu færslu hjá þér :-)

Einar Indriðason, 18.1.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband