17.1.2009 | 20:37
Ég læri...
Ég lærði nokkuð á síðasta sólarhring... veit ekki hvort ég man það næst þegar ég lendi í svona aðstöðu samt. Sko ég lærði það að vaka í 23 klukkutíma og vinna 19 klukkutíma af því, sofa svo í 3 tíma og mæta aftur í vinnu er ekki sniðugt. Alla vega ekki þegar maður er kominn svona vel við aldur eins og ég. Nú er annað ástralíu námskeið í næstu viku, kannski ég reyni að sleppa snemma í vinnu á miðvikudaginn..
Ég hélt að þetta yrði ekkert mál. En um þrjú leitið í gær var ég orðin hálf glær. Þá átti ég eftir að útrétta fullt og svo átti ég að fara með prinsinn til stuðningsfjölskyldunnar fyrir kvöldmat og mæta svo í matarboð um kvöldið. Einhvern veginn tókst mér að troða inn tíma til að leggja mig í klukkutíma. Svo var brunað í matarboð hjá Bibbu. Allur grillklúbburinn mættur og við ræddum heimsmálin, hlógum, borðuðum á okkur gat og fengum svo spá í kaupbæti frá húsmóðurinni. Klukkan var orðin um tvö þegar við skröngluðumst heim. Og ég átti hreinlega ekki séns á að vakna í morgun.
Þegar ég vaknaði um hádegisbilið var ég hins vegar full af orku og er búin að ná að taka slatta til, fara á mótmælin og svo á kaffihús með kisugenginu og stefni á bæjarrölt fram á nótt með Rebbý og fleiri góðum félögum. Hver veit nema ég finni ljóta manninn sem Bibba er búin að spá mér...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Leiðinlegt að hitta þig ekki í dag. Annars minni ég þig bara á að hvíla börin þín ;)
Sjáumst þótt síðar verði!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 20:39
Gengur betur næst að hitta ljóta manninn, sáum reyndar slatta af ljótum mönnum en ekki rétt ljóta manninn
Snjóka, 18.1.2009 kl. 04:55
nei - stalkerinn þinn var ekki einu sinni ljóti maðurinn
Rebbý, 18.1.2009 kl. 05:25
Stelpur! Þið eigið ekki að vera að horfa á ljóta menn........ þið eigið að sjá fallegu mennina ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 11:06
Þú varst nú alveg ótrúlega hress þarna á föstudagskvöldið miðað við undanfarið svefnleysi og ofurvinnu.
Takk fyrir kvöldið það var ljómandi skemmtilegt
Bibba (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:50
Ah... svefnleysi, ofurvinna... "ótrúlega hress" .... það skýrir næstu færslu hjá þér :-)
Einar Indriðason, 18.1.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.