Ég fer til Ástralíu... almost

Mér leið svolítið eins og Palli sem var einn í heiminum. Það var enginn á ferli og ég gekk inní galtóma búðina. Ég litaðist um eftir afgreiðslufólki en það var hvergi að finna. Hmmm. Engir viðskiptavinir, ok, slíkt getur hent. Engir starfsmenn, það er eitthvað skrítið. Ég týndi til þessa hluti sem ég taldi mig vanta og fór að kassanum. Ég var svo sem búin að labba framhjá mannlausum afgreiðslukassanum áður og enn var þar enga sálu að finna. Ég þrammaði fyrir framan mjólkurkælinn í þeirri veiku von að ná að vekja athygli á mér. Að einhvers staðar væri einhver að fylgjast með búðinni.

Þá sá ég glitta í hann. Jebb, inni á skrifstofu með hurðina í hálfa gátt. Þar sat öryggisvörðurinn og... og... svaf? Ég reyndi að þramma meira en það heyrist ekki mikið í gúmmísólunum á skónum. Ræskti mig. Stillti mér svo upp við hurðina og sagði glaðlega: "Góða kvöldið..." Ég fékk eitthvað svar sem var á þessa leið: "Hrmppphhhhfffff" og svo stóð hann letilega á fætur. Hann hafði þá bara dottað ekki steinsofið. Svo afgreiddi hann mig og horfði tómum augum útí loftið á meðan hann sagði: "eeeeeþþþþþsjfttttttttnnnnn" sem útlegst sem eittþúsund og átján... en það sá ég á skjánum. Ég borgaði og horfði stíft á hann, brosti mínu breiðasta og sagði hátt og skýrrt: "Takk fyrir kærlega". Hann snéri sér við og trítlaði inná skrifstofur aftur.

Ég ákvað nefnilega, eins og oft áður, að koma við í búðinni á leiðinni heim. Rétt hlaupa inn og grípa 3 eða 4 hluti, svona til að redda morgundeginum. Það hefði líka venjulega verið allt í lagi en núna var klukkan orðin rúmlega hálf þrjú um nótt og það er greinilega ekki reiknað með að glaðvakandi og hresst fólk sé að versla á þessum tíma. Kannski hefði öryggisvörðurinn átt að innbyrða jafnmikið af orkudrykk og ég og austlendingurinn.

Þetta var nefnilega skemmtilegur endir á fjölbreyttum degi. Ég byrjað á því að vakna klukkan fimm (sem þýðir að nú vantar mig bara 2 tíma uppá að hafa vakað sólarhringinn) og mætti spræk í vinnu klukkan átta eftir langan og dásamlegan morgun heima. Átta er frekar snemmt fyrir mig að mæta í vinnu, ég er eiginlega ekki morgunpersóna.

Um miðjan dag sáum við, ég og austlendingurinn, geimskip útum gluggan. Ég klappaði saman lófunum og sagði: "Loksins förum við heim!" Austlendingurinn var álíka spenntur. Vá, kominn í höfuðborgina og fengi að hitta geimverur. En þá hvarf geimskipið með öllum sínum ljósum jafn snöggt og það hafði birst. Ég setti upp skeifu og reyndi að fara í fýlu.

Svo tók við undirbúningur fyrir kvöldið. Við skrifuðum leiðbeiningar og settum upp gögn og prófuðum ýmsa fídusa. Allt fyrir námskeiðið sem við vorum að fara að halda. Hálftíma fyrir námskeið hlýddi ég austlendingnum sem stakk uppá flóknari prófun... og úbbasíííí... hluti af kerfinu hætti að virka. Skelfingu lostin litum við hvort á annað og skelltum svo uppúr! Gaman, gaman.... alveg á síðustu stundi tókst að laga næstum öll gögnin eftir "prófanirnar" mínar og við settum okkur í stellingar. Tilbúin að fara að kenna.

Smá saman fórum við að sjá merki um nemendurnar á skjánum og heyra í þeim í símanum. Þetta endaði með að vera mjög skemmtilegt námskeið þar sem ég held að nemendurnir hafi haft jafngaman af þessu og við. Og þetta var líka svolítið sérstakt. Kennararnir voru á Íslandi, drulluþreyttir eftir alltof langan vinnudag, þegar þeir byrjuðu að kenna klukkan tíu umkvöld. Nemendurnir voru enn með stýrur í augunum, nývaknaðir - enda hinu megin á hnettinum. Við vorum semsagt með nemendur bæði í Brisbane og Melbourne í Ástralíu og rúlluðum þessu auðvitað bara upp. Svo er aftur námskeið í næstu viku en þá kenni ég með líffræðingnum sem verður vonandi kominn úr útlegðinni í danaveldi. Já, ég ekki sagt að vinnan mín sé einhæf...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Í næsta tíma skaltu byrja daginn á að segja við nemendur:  "G'day maties" og sjá hvernig þeir bregðast við.

(En, svo er ég enn og aftur að sjá það að þú ert að keyra þig á síðasta "barnum" á gsm símanum... sko, batteríslega séð... þú þarft að hafa spennubreytinn með þér... (svefnpoka úti í bíl))

Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Rebbý

að þú skulir vera að trufla svona svefn öryggisvarðarins ... skammastu þín, þú kunnir nú einu sinni alveg ágætlega á afgreiðslukassa og hefðir örugglega getað bjargað þér sjálf

Rebbý, 16.1.2009 kl. 08:53

3 Smámynd: Einar Indriðason

En það eru myndavélar út um allt....  (svo er náttúrlega spurning hvort þeir horfi á myndböndin, ef kassinn stemmir?)

Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 08:59

4 identicon

Kennarar með svefngalsa.   Hlýtur að hafa verið skemmtilegt námskeið :)

Bibba (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:02

5 Smámynd: Snjóka

eitt sem ég skil ekki, afhverju vaknaðir þú kl. 05?

Snjóka, 16.1.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Vilma Kristín

Það var aldeilis slys að ég vaknaði klukkan fimm. Bara alveg óvart. Ég ætlaði auðvitað að sofa til sjö eða jafnvel sofa yfir mig en alveg sama hvað ég reyndi þá var ég bara glaðvöknuð!

Vilma Kristín , 16.1.2009 kl. 17:30

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha nú hló ég! Vitaskuld áttu að afgreiða þig sjálf! Hefurðu prófað nýju kassana með rauða strikamerka geislanum? Ég fyllist hamingju þegar hann pípir og flissa svo heimskulega til að milda hana. :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 00:52

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Spáðu í hvernig ég væri á kassa í bónus....?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband