Að skafa eða ekki skafa...

Eiginlega það eina sem ég saka við það að eiga mann er það að enginn skafi bílinn fyrir mig. Ég þarf alltaf að skafa bílinn, alveg sama hversu kalt er eða hversu mikið er frosið utan á honum. Einn aðalkosturinn við að eiga mann er að geta stundum bara farið út, sest inní bíl og einhver annar (hann semsagt) skefur bílinn.

Það hjálpar svo ekki til að ég er auðvitað svona sköfunarfrík. Svona verð að skafa alla gluggana. Vel. Mér nægir ekki að skafa smá gat. Helst vil ég taka allan snjó af toppnum og húddinu. Og ljósunum, auðvitað. "Nú skil ég af hverju þér finnst leiðinlegt að skafa bílinn...", kallaði líffræðingurinn til mín eitt kvöldið þegar við vorum að fara heim og vorum hvort um sig að skafa bílinn sinn. "Nú?", svaraði ég. "Jú, það lítur út fyrir að þú sér að bóna bílinn en ekki skafa hann", kallaði hann til baka. Ég stóð svo í góðar 10 mínútur og hélt áfram að skafa eftir að hann hafði ekið af stað á mjög svo illa sköfuðum bíl. Skamm, skamm.

Svo á mánudaginn síðasta átti ég erindi á fund með Svala Ráðgjafanum. Hann er auðvitað svo ótrúlega mikill herramaður og karlmenni að hann sagðist sjá um að skafa, ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Og ég varð svo hrifin að ég gat ekki farið inní bíl heldur stóð og góndi á hann beita sköfunni á allan mögulegan hátt. Ohh, hann lét þetta líta út fyrir að vera svo auðvelt. Og mikið er gaman þegar einhver annar er að skafa.

En það var önnur ástæða fyrir að ég var úti. Það var til að vera viss um að hann myndi skafa nógu mikið og allstaðar. Ég held að hann hafi nú grunað það því hann leit glettinn á mig og spurði hvort ég væri ekki örugglega þessi týpa sem vildi skafa mikið. Ég hló og jánkaði og benti honum svo á rúðu sem mætti alveg skafa betur. Og Svali ráðgjafinn hélt áfram að brosa og skóf afturrúðuna. En stóðst svo ekki mátið að stríða mér með því að segja að dekkin á bílnum væru slétt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh já ég man þetta - þurfa ekki að skafa - það er eiginlega alveg þess virði að finna sér mann aftur
en getur Svali ráðgjafinn ekki bara kíkt til okkar á morgnana og svo í vinnuna til mín áður en ég fer heim og endað hjá þér

Rebbý, 14.1.2009 kl. 23:04

2 identicon

Ég skef nú alltaf bílinn minn sjálf..... og dæli oftast bensíni á hann líka....

Hrund (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:28

3 identicon

Það er sko ekkert gefið að maður fái skafinn fyrir sig bílinn þó maður eigi mann. 
Svo eru allar líkur á því að ef maðurinn skefur þá heimti hann líka að fá að keyra ... hratt ;)

Bibba (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahahahahaha ég hlæ af tveim ástæðum.

1. færslan er fyndin og Svali ráðgjafinn góður með dekkja-kommentið.

2. Ég á mann. Ég þarf ALLTAF að skafa bílinn sjálf. (nota bene ég er forréttindakerling og við eigum tvo bíla. Hann sér um sinn og ég um minn)

Kærar þakkir fyrir innlit og komment á nýju síðunni minni

Jóna Á. Gísladóttir, 15.1.2009 kl. 00:14

5 Smámynd: Rebbý

ég geri allt sem þarf nema skipta um dekk - aldrei lagt í það, en í "gamla daga" þá fór bóndinn minn alltaf á undan mér til vinnu og hann tók alltaf minn bíl og skóf líka ... ég þurfti reyndar á snjóþungum dögum að skafa aftur, en það var samt gott að sjá minna á mínum en hinum

Rebbý, 15.1.2009 kl. 10:09

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey! Góð hugmynd hjá Rebbý!!! þarna númer eitt - ekki sko númer fimm ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 00:02

7 Smámynd: Einar Indriðason

Eða stofna fyrirtæki núna eins og ástandið er:  "Sköfunarþjónusta Hrannar - kem í heimahús og skef bílana.  Hef aðstöðu."

Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband