13.1.2009 | 15:50
Veik? Hvað er nú það?
Ég er ekki góður sjúklingur. Engan veginn. Eiginlega er ég glataður sjúklingur. En núna verð ég að reyna að vanda mig að vera góð svo ég komist aftur á fætur.
Ég var að sjálfsögðu að vinna í gær eins og venjulega og var bara nokkuð hress. Eilítið lystalaus sem var hentugt því Bibba staðhæfði að fiskurinn í hádeginu hefði ekki verið góður. Prinsinn minn kom með mér og hjálpaði mér að halda fundi og vinnustofur. Svo man ég eftir að við lögðum af stað um hálf sex leitið heim. Og svo man ég eiginlega ekki meira fyrr en um hálf átta leitið þegar svangur prins pottar í mig og stingur hæversklega uppá því að móðir hans fari og versli inn eitthvað matarkyns.
Ég semsagt veiktist á leiðinni heim. Einhvern veginn komst ég heim og uppí sófa og náði að leggjast niður. Mig rámar í að biðja prinsinn um teppi... eða allavega ég hlýt að hafa beðið hann um teppi... man að mér var rosalega kalt og þegar ég vaknaði aftur var ég með teppi ofan á mér. Mér var líka flökurt og illt í höfðinu, svakalega illt í höfðinu og máttlaus.
Svangi prinsinn fékk því bara "instant" núðlur í kvöldmat. Húsmóðurin ekki neitt.. fyrrgreint lystarleysi sko á ferðinni. Og eftir svefnlitla og erfiða nótt ákvað ég að vera "veik" heima. Ég er samt búin að vinna með framkvæmdarsjóranum að ýmsum greiningum, spjalla við drengina á skype oftar en einu sinni, standa í bréfaskriftum við bretlands og Ástralíu, skipuleggja námskeið... svona svo eitthvað sé upptalið. En ég er enn með hausverk og slöpp í maganum, enn máttlaus svo það er greinilega ekki satt að maður hristi svona af sér með því að vera veikur heima. Kannski hefði bara verið betra að fara í vinnuna?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
sé ekki betur en þú hafir verið að vinna... bara heima en ekki í vinnunni þannig að þú ættir kannski að prófa að vera í alvörunni veik heima sem þýðir að þú átt ekki að vinna NEITT og athugaðu hvort það virkar betur
Snjóka, 13.1.2009 kl. 17:34
Sko! Að vera veikur heima, þýðir að þá gerir maður akkurat ekkert vinnutengt! Akkurat ekki neitt! Maður í mesta lagi setur í eina þvottavél og eingöngu ef þvottavélin er á sömu hæð og maður sjálfur og ekki mjög kalt inni hjá henni.
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 17:44
Úff... nú varð ég þreytt!!!
Er nokkuð rúm í vinnunni?
Bara heima og "hvíla". Betra en að skrölta í bíl í vinnuna og heim úr þú getur afkastað svona hundveik heiman frá þér
Guðrún Þorleifs, 13.1.2009 kl. 19:51
Nei ! Það hefði EKKI verið betra að fara í vinnuna. Neineineinei.
Bibba (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:49
nei Vilma mín - þegar maður er veikur þá er maður heima og sefur (ekki að vinna) - það er eina leiðin til að ná þessum "skít" úr sér.
vona að þú sért hressari samt
Rebbý, 14.1.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.