Ég ætla að gifta mig.

Einhvern veginn gerðist það að ég, konan sem er margbúin að lýsa yfir að hún muni aldrei giftast aftur, er komin í keppni upp að altarinu. Og það er nú einu sinni þannig að ég tek ekki þátt í keppnum til að vera með... nei, ég tek þátt til að vinna. Svo sennilega fáið þið öll boðskort í brúðkaupið mitt áður en langt um líður.

Jebb, ég var að blaðra við MögguBiddu vinkonu mína í síman í dag. Við eigum stundum löng og innileg samtöl þar sem við þykjumst getað leyst lífsgátuna... ja, allavega leyst allt sem miður hefur farið í lífi okkar. Og einhvern veginn snérist umræðan uppí brúðkaup, eiginmenn og alsælu (yeahh...). Fyrst ræddum við hennar tilvonandi brúðkaup.. sem verður að mér skilst 2013, en auðvitað háð því að hún finni mann í millitíðinni. Ég reyndi að hvetja hana til að flýta þessu, drífa þetta bara af og útfrá því færðist umræðan yfir í mitt brúðkaup. Ekki aftur snúið og nú er keppni um hvor nær að draga einhvern saklausan vesaling uppað altarinu á undan. Spennandi tilhugsun eða þannig.

Og hvað kemur á eftir brúðkaupi? Jú, barneignir... og við alveg búnar að gleyma okkur í rósrauðum framtíðardraumum þar sem við verðum giftar bestu mönnum í heimi og svífum um á skýi. Þá er ekkert eftir nema að fylla heiminn að fullkomnum börnum. Fullt af þeim.

Ég malaði frjálslega um brúðkaup og barneignir og hvenær og hversu mörg á meðan ég snérist um sjálfa mig í eldhúsinu. Sætukoppur sem var að hjálpa mér að taka til á eldhúsborðinu og leggja á borð (af því heimasætan var löt) horfði á mig með svip sem var svona bland af furðu og skelfingu. Veit ekki hvort það voru háleitar hugmyndir mínar um makaval eða tilhugsunin um að fá fleiri börn á heimilið.

En allavega, brúðkaup skal það vera. Og í þetta skipti hugsa ég að ég prófi að gera allt rétt þar sem síðasta brúðkaup var ekki alveg hefðbundasta í heimi. Nei næst verður það risastór hvítur kjóll sem flæðir um allt, brúðarmeyjar, hringberi, brúðarmarsinn... allt sem ég sleppti síðast þegar ég tapaði glórunni og gifti mig. Svo verður stór veisla með margra hæða köku og brúðarvalsi... og brúðkaupsferð til Hawaii. Jebb. Svo takið frá næstkomandi ár... og ekki láta líða yfir ykkur þegar boðskortið (gulláletrað að sjálfsögðu) birtist! Ég veit allavega um einn sem yrði glaður ef þetta yrði að veruleika og það er brúðkaupsóði prinsinn minn sem myndi sennilega vilja arka inn gólfið sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

 Þú ert æði

Gangi þér vel

Guðrún Þorleifs, 12.1.2009 kl. 04:26

2 Smámynd: Rebbý

hehehe
ég er alveg til í að mæta aftur í brúðkaup hjá þér - sá blái var flottur og núna ertu orðin fær á hælunum .... bara ekki hrissta öll blöðin af vendinum aftur

Rebbý, 12.1.2009 kl. 09:29

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég bíð spennt eftir mínu boðskorti!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 12:50

4 identicon

Brúðarmær!!!! Brúðarmær!!! Má ég velja litinn á kjólnum sjálf??????????????

hrund (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:01

5 Smámynd: Vilma Kristín

Jebb, auðvitað ertu brúðarmær, Hrund. Ég meina hver passar önnur í hlutverkið. Og já, þú hefur nokkuð frjálst litaval... en þýðir þetta að þú veðjir á að ég nái fyrr uppað altarin en MB?

Vilma Kristín , 13.1.2009 kl. 13:36

6 identicon

Jeminn hvað þetta verður gaman.   Get ekki beðið !
:)

Bibba (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:28

7 identicon

Þetta verður æsispennandi keppni endar erum við tvær fágrar sprundir og góðir kvennkostir  Ég veðja að við sláum brúðkaupsmet í hópnum og við verðum komnar á kaf í brúðkaupsplön á árinu

Ég hef nú þurft að tapa fyrir þér áður svo ég fer varlega í öll veðmál við þig !! En eigum við ekki að draga Hrund inn í þennan pakka líka  

Magga budda (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 15:16

8 identicon

He he he Vilma mín, þú vinnur alltaf allt og auðvitað vinnur þú þetta líka!!

Hrund (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband