The Sweetchops syndrom

"Víííí!", sögðum við sætukoppur í kór um leið og hann snéri kjötsneiðinni við á pönnunni. "Vííííí!", skræktum við aftur þegar næsta sneið fékk sömu meðferð. Heimasætan stóð hjá og setti upp smá svona "ég er móðguð" skeifu en úr augunum skein gletni.

Þetta var "pakkaður" dagur. Ég þurfti að vinna rúmlega fullan vinnudag... endaði daginn á sáttaviðtali við líffræðinginn en okkur hafði orðið sunduroða fyrr í dag. Það er ekki góð tilfinning að vera ósáttur við góðan vin sem er staddur í vinnutörn erlendis. Svo við ákváðum að leggja ágreininginn til hliðar. En þar sem við tókum þennan símafund komst ég ekki heim fyrr en klukkan var að verða sex. Þá þurfti að pakka Von inní búr, með jólahandklæði og jólapúða, og bruna útá Reykjavíkurflugvöll þar sem ég átti stefnumót við ókunnugu konu sem ætlaði að ferja litlu kisuna austur á Egilsstaði.

Ég var búin að leggja gítarforritaranum lífsreglurnar um uppeldi katta og hringdi í hann til að tryggja að tæki á móti litlu kisunni sem mér þykir svo vænt um. Og um leið og ég var búin að koma kisu í flug varð ég að bruna heim með viðkomu í búð. Því ég átti að taka á móti prinsinum og vini hans og ætla að bera ábyrgð á þeim kauðum næsta sólarhringinn. Og bara af því að það var ekkert að gera bókaði ég líka áhugasama konu í kattaheimsókn á næstum sama tíma.

Svo það var mikið að gera, að moka úr kössum og laga aðeins til áður en allt þetta fólki kæmi. Og ég fékk unglingana til að hjálpa til við eldamennskuna. Heimasætan byrjaði en þegar sætukopp ofbauð að hlusta á skrækinni í henni (æ, þetta er heitt... ú, allt of heitt...), tók hann við. Og hún stóð á kantinum og skipaði fyrir. "Snúðu þeim oft við...", skipaði hún en bæði ég og sætukoppur mótmæltum. "Hvað heldurðu að kjötið sé í tívolí?", spurði ég og uppfrá stóðum við sætukoppur og sögðu: "Víííííí" fyrir hönd kjötsins við hvern snúning sem urðu þó nokkrir því þetta var svo skemmtilegt.

Á leiðinni heim, nokkru áður, kom við við í búðinni og ætluðum rétt að hlaupa inn og kaupa eitthvað fljótlegt að elda. Rigth. Ég, heimasætan og sætukoppur. Við þrömmuðum um gangana. "Ú, mig langar í þetta...", sagði sætukoppur og benti uppí hillu. "Ú, ég vil kaupa svona...", sagði hann og dró upp grillaðan kjúkling. "úúúúú". Ég fann að lokum það sem allir sættust á og við lögðum af stað á kassann. Ég ætlaði að fá sósu með kjötinu: "ú, já mig langar í svoleiðis" tók sætukoppur undir . Eða ættum við að fá kryddsmjör: "Úúú, mig langar líka í svoleiðis..."

"Ú, mig langar í ÍS!", sagði sætukoppur og ljómaði. Ágætis hugmynd og ég sendi unglingana þanngað á meðan ég hljóp í mjólkurkælinn. Með ísinn í fanginu skunduðum við á kassann. "ú, mig langar í nammi..", hélt sætukoppur áfram. En ég lagði blátt bann við því... með þessu áframhaldi myndum við kaupa alla búðina. Það er alltaf eitt enn "úúúú" á leiðinni á kassann.

Ég kannast svo sem alveg við svona. Ég fer stundum útí búð og man ekki hvað ég ætlaði að kaupa og ráfa þá um gangana og kaupi allt sem mér langar í, þá stundina. En nú hef ég ákveðið að kalla þetta sætukopps syndromið... sem hann snaraði sjálfur yfir á ensku sem the sweetchops syndrom (hvernig hann fékk út að sætukoppur væri sweetchop er annað mál...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mig langaði svo í Von........

....eins gott að hún verði góð við hana

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Rebbý

þið eruð ágæt

Rebbý, 10.1.2009 kl. 03:26

3 identicon

Ég las þetta blogg með mikilli afríðissemi og söknuði....skilaðu til Helga að hann sé hreynlega að stela mínu hlutverki og ekki með mínu leifi!!

Ég sakna ykkar mjög

Kv. Heimalingur

Heimalingur (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Vilma Kristín

Elsku heimalingur! Sakna þín meira... og þitt sæti í fjölskyldunni biður!

Vilma Kristín , 10.1.2009 kl. 18:22

5 identicon

Sætt :)

Bibba (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband