8.1.2009 | 23:07
Drengirnir mínir
Það hefur löngum verið sagt að stelpur blaðri mikið í síma, en ég held að strákar tali alveg jafn mikið í síma. Ég ætlaði snemma heim í dag, svo þegar klukkan fór að nálgast fimm fór ég að ganga frá. En þá hringdu þeir. Drengirnir mínir. Allir í einu. Við áttum svona hópsímtal á Skype. Ég í Reykjavík, Nakti forritarinn og Gítarforritarinn á Egilsstöðum og að lokum líffræðingurinn sem er staddur í Danmörku.
Ég komst varla að fyrir öllu blaðrinu í drengjunum mínum. En það var eiginlega bara allt í lagi. Það er alveg nógu gaman að hlusta á þá... svo þegar þeir fara að sveigja útaf réttu brautinni stekk ég inní samtalið og kem þeim aftur á rétt slóð. Bjargvætturinn ég. Og þegar allir þessir drengir eru samankomnir að tala um okkar líf og yndi (sem eru sko vöruhús og birgðahald) er ekkert til sem heitir stuttur símafundur. Klukkan var því farin að ganga sjö þegar ég komst af stað heim. En í staðin vorum við búin að leysa lífsþrautina... svona næstum því.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
strákar geta sko alveg spjallað í símann og það skemmtilegasta er að þeir geta alveg gleymt sér fyrir framan speglana líka þó þeir kannist ekki við það
Rebbý, 8.1.2009 kl. 23:47
Þetta eru alltsaman kellingar ;)
Bibba (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:58
Takk fyrir bloggvináttuna
Gaman að lesa pistlana þína
Guðrún Þorleifs, 9.1.2009 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.