7.1.2009 | 20:10
Ég er hlussa!
Það fer væntanlega ekki fram hjá neinum sem þekkir mig að ég er nú engin mjóna. Ég hef, eins og Snjóka segir, barist við offitupúkann í mörg ár. Stundum unnið áfangasigur en oftar tapað. Misstórt samt.
Og nú er komið nýtt ár sem á svo sannarlega að vera betra en árið í fyrra sem var sko ekki gott vigtunarlega séð... ég kenni of miklu stressi og of mikilli vinnu um... en það er nú kannski bara léleg afsöku hjá mér. Hver veit?
Nú til að tryggja að allt gangi aðeins betur núna tróð ég mér inní vigtunarklúbb með nokkrum aldeilis frábærum konum. Flestar þeirra þekki ég vel og hef þekkt lengi en þarna eru þó tvær dömur sem ég hef bara aldrei séð. En allavega, mér tókst að troða mér inn og í dag var innvígsludagur. Ég átti í fyrsta skipti að skila inn tölum en þetta fer þannig fram að maður setur markmið og vikulega þarf að opinbera nýjustu þyngd fyrir öllum í klúbbnum sem veita manni svo aðhald á móti. Stórsniðugt.
Ég var því yfir mig spennt þegar ég vaknaði í morgun og skoppaði fram á bað í morgun til að vigta mig. Í fyrsta skipti í langan tíma hlakkaði ég til að stíga á vigtina sem hefur reyndar fengið frí síðan fyrir jól. Ég kveikt á henni, en í staðin fyrir að sýna 0 áður en ég steig á hana sýndi hún 1122. Ég varð hugsi því vigtin á bara að vera fyrir hámark 300 kg svo hvernig hún gat ákveðið að þetta væri byrjunin skil ég ekki. Ég reyndi að slökkva og kveikja á henni með engum árangri (vel þekkt ráð úr tölvubransanum), hún var alveg viss að 1122 væri upphafið. Til að núllstilla hana tók ég batteríið úr. Enn var upphafið 1122. Hvarð var nú til ráða?
Varlega prófaði ég að stíga á hana og við það sýndi hún 1675 sem er ekki tala sem ég vildi sjá. Úfff! Þetta getur ekki staðist! Ég bý nú svo vel að eiga tvær vigtir svo ég fór inní herbergi til að prófa hina. Allt of sein og aðeins að verða stressuð lagðist ég á fjóra fætur og veiddi vigtina undan rúminu. Hún var orðin rykfallin sem segir mikið um notkunina á þessum annars ágæta grip. Ég mátti ekki klúðra inngöngunni í vigtunarklúbbinn góða! En nú vildi svo til að vigtin kveikti bara alls ekki á sér. Engan veginn. Skipti um batterí með engum árangri.
Nú voru góð ráð dýr, einhverri þyngd varð ég að skila inn. Samkvæmt mínum útreikningum segir baðvogin mín að ég sé 553 kg (1675 1122) og verð ég sennilega að lifa með þeirri staðreynd í dag. Þetta gefur mér hinsvegar svigrúm til að ná gífurlegum árangri strax í næstu viku þegar verður búið að græja þetta vigtarmál á mínu heimili. Svo samkvæmt þeim markmiðum sem ég hef sett mér stefni ég á að ná því við næsta markmiðadag að vera 547 kg. Geri aðrar hlussur betur!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Segðu! Ég held að það verði afar erfitt að toppa þann árangur! Þú verður sko áreiðanlega þí biggest looser :Þ
Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2009 kl. 21:21
Hvað sem öllum vigtum líður, biluðum eða ekki þá verður vigtarklúbbur þessi ekki leiðinlegri með þig sem félaga, það er nokkuð ljóst. Byrjunin lofar mjög góðu :)
Bibba (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:27
Snillingur, þú munt örugglega eiga mesta léttinginn í næstu viku af okkur ;)
Snjóka, 7.1.2009 kl. 22:34
Hmm... Ég held, svo ég segi það bara beint út, .... að .. hérna... þúst... Viktin þín er sennilega biluð!
En... ég ætla líka að bæta við: Gangi vel! :-)
Einar Indriðason, 8.1.2009 kl. 00:40
vá - samviskusemin ... komin í vigtarklúbb
Rebbý, 8.1.2009 kl. 08:36
Vilma ertu nú alveg viss um að vigtin sé biluð....ég segi að markmiðið í þessari megrun ætti að stefna á að missa allavega 250 kíló...en gangi ykkur öllum vel í þessum góða klúbbi :)
heimalingur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.