Aðgát skal höfð í nærveru matar!

Rebbý horfði á mig og heimasætuna til skiptis og hló: "Já hún er greinilega dóttir ÞÍN!" sagði hún svo við mig að lokum. Ok, ok, ég hefði sennilega ekki átt að gera grín að matarvenjum heimasætunar því um leið afhjúpaði ég furðulegar matarvenjur mínar.

"Þú ert eins og Monk..", hafði ég sagt við heimasætuna í stríðnislegum tón þar sem ég horfði á velskipulagðan diskinn hennar og hélt svo áfram: "maturinn má greinilega ekki snertast". Það þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu hjá Rebbý, sem var hjá okkur í matarboði, að sjá að dóttirin á ekki langt að sækja þessa sérvisku.

Og ég skal bara viðurkenna það. Fúslega. Aðgát skal höfði í nærveru matar. Já. Það skiptir sko máli hvernig maður raðar á diskinn. Mér finnst til dæmis mjög ógeðslegt þegar fólk sullar sósu bara yfir allan diskinn sinn, yfir kjöt, baunir kartöflur, grænmeti og maturinn sullast svo bara um í sósufljóti. Jakkkk. Nei, sósu verður að hemja. Það má alls ekki allur matur fá á sig sósu. Alls ekki.

Sósa má fara á kjöt. Sósa má fara á kartöflur. Þar með er það eiginlega upptalið. Sósa má alls ekki vera á grænmeti eða rauðkáli eða hrásalati eða neinu slíku. Svo maður raðar kartöflunum og kjötinu þannig að maður sósan leki ekki útaf sínu aðgreinda svæði. Til öryggis setur maður grænar baunir við hliðina á kjötinu. Og þær verja annan mat á disknum ef ske kynni að sósan slyppi út.

Kartöflumús má ekki koma við neitt nema kannski kjöt... það gæti verið í lagi. Og það er hræðilegt ef safi af súrum gúrkum eða rauðkáli fer á flakk. Nei, slíkt á bara að vera á sínum stað, það sama á við safa af grænum baunum og gulum.

Þetta er alls ekki svo mikið vesen heldur bara skynsemi og með smá lagni og útsjónarsemi verður hver matartími að ævintýri :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

híhíhíhíhí hvernig er mávastellið þitt? Með litlum brúnum til að aðskilja matinn í hólf? Kallast þetta ekki matarrasimsi?

Veit brúna kjötið af þessu?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....annars þegar ég fer að hugsa málið....... þá er þetta ekki mjög langt frá mínum uppröðunum á mat!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 23:30

3 identicon

Hmmmm já ég verð nú eiginlega að játa að þetta er svona hjá mér líka, hef bara aldrei pælt í því :)

Bibba (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Rebbý

ohh hvað þið eruð allar bilaðar  heheh
tók samt eftir því Vilma að þú skrifaðir GULAR baunir - hmmm á þetta ekki að vera maísbaunir
lofa líka næst þegar mér er boðið í mat að passa að setja engan safa af rauðkálinu í skálina á borðinu, vissi bara ekki af þessari árásarhneigð safans

Rebbý, 7.1.2009 kl. 08:48

5 identicon

Já ég myndi segja að þetta sé fullkonin uppskrift á því hvernig maður raðar upp mat og hef ég haft þetta svona síðan ég man eftir mér (eða var það þangað ég hitti þig?) en því miður hef ég ekki séð neitt ævintíri á disknum svo ég skal líta betur næst

Heimalingur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:29

6 identicon

Ég er sammála með flest, það er ekki geðslegt þegar safinn fer út um allt, ég bara þoli það ekki! En.... sósan má fara á kjötið og rauðkálið, ekki neitt annað!! Alls ekki á kartöflurnar, og bara örlítið af sósu....

Hrund (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:41

7 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Mér sýnist vera hægt að einfalda þetta aðeins, með því að sleppa sósunni!

Þá er hún ekkert að flæða út og suður.  (Eða var það norður og niður?  Æi ég man þetta aldrei....)

Einar Indriðason, 8.1.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband