Meiri börn, meiri börn

Þula lætur eins og óhemja þessa dagana.  Nú á hún bara eitt barn eftir  heima og þó hún fái fúslega lánuð börn hjá Graffiti er það bara ekki nóg.  Alls ekki.  Hún vill fleiri börn.  Mikið fleiri börn.  Og svona eins og læður gera þá fór hún að breima.  Vá, eins og það er nú skemmtilegt.

"Máááráááááárááááááá", emjar hún og dregur sig áfram um gangana, nuddar sér uppvið allt og alla.  Mjög þreytandi.  Gífurlega þreytandi.  Kettlingarnir stara á hana með furðu og skilja ekkert af hverju hún lætur svona.

"Þula!", æpir prinsinn þegar hann kemur að Þulu enn og aftur að nudda sér upp við nýja legó kastalann hans.  Nýja lego kastalann sem þolir ekkert sérlega vel að fullorðinn köttur nuddi sér upp við hann.  Kastalinn sem við höfum þurft að endurbyggja oftar en okkur langar að muna eftir að Þula leggur veggina niður með nuddinu sínu.

Það versta við þetta allt saman er að Dimmalimm sem er í pössun hjá okkur fannst þetta góð hugmynd.  Nú vill hún líka kettlinga.  Marga.  Og labbar hún gólandi á eftir Þulu, emjandi um að fá börn, fá kettlinga. Ég vil líka.

Ég veit svo sem alveg að þetta er svolítið mér að kenna.  Ég hef aldrei verið mikið í því að gefa læðunum mínum pilluna enda breima þær yfirleitt bara sjaldan.  Ég er bæði full óskipulögð til að standa í að muna að gefa þeim alltaf pilluna á ákveðnum tíma.  Svo finnst mér það bara líka pínu óþarfi það er að segja þegar þær eru bara heima og ekkert fress í augsýn... en mikið svakalega eru þær leiðinlegar rétt á meðan, gólandi í kór... úfff....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur nú bara að þurfa að vera dáldið mikið skipulagður til að halda reiður á pillu fyrir fjórar læður ... en ojjj ekki mundi ég nenna að hafa þær allar breimandi í kringum mig !

Bibba (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband