Ég skemmi!

"Váááááá.....", sagði heimasætan og klessti framan í sig brosi um leið: "Vááááááá, en flott!"

Svo leit hún á mig og hvæsti á milli samanbitinna tannana: "Hvað ertu búin að gera? Þú ert búin að skemma hann!!! Hann er ónýtur!!!" Ég hló við og reyndi að afsaka hegðun mína. Ég hafði alls ekki ætlað að skemma prinsinn eins og heimasætan var sannfærð um að ég hefði gert. Nei, ég hafði bara á endanum gefið eftir 2 ára suði og bónum. Loksins látið eftir þegar ég sá að drengir í kringum hann virtust fá þetta án þess að þurfa að suða.

Já, ég lét loksins eftir drengnum og leyfði honum að fá gat í annað eyrað. Þetta var stór stund fyrir lítinn mann. Hann var hljóður og stóreygur þegar við stigum inní úrabúðina til að velja lokka. Hann tók sér góðan tíma til að velja akkúrat rétta lokkinn. Helst vildi hann bleikan. Það er sko uppáhaldsliturinn. En kannski var lán í óláni að bleikur var ekki til. Í staðinn er hann nú kominn með gyltan lokk með glærum steini, mjög pent og smart. Og hann er ofsalega stoltur af þessu og sýnir hverjum sem við rekumst á.

Systir hans er ekkert sérstaklega hrifin og skýtur enn á mig föstum skotum að ég hafi eyðilagt eyrað á barninu, það liggur við að ég geti allt eins skorið það af í hennar augum. Skítt með það þó hann hafi í gegnum árin náð að fá ör á nefið... nei, það er allt í lagi... að hafa gat í eyranum þýðir ónýtt eyra. Vonandi lærir hún að lifa með þessu því gatið er víst ekkert á förum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Auglýsing frá svona götunarbúð niðrí bæ:  "Gerum göt í eyru meðan beðið er."

Eh... En ekki hvað?  "Skildu eyrað bara eftir, mátt sækja það í næstu viku."

Einar Indriðason, 3.1.2009 kl. 01:40

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahha búin að skemma hann!!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 10:20

3 identicon

já, ég er alveg sammála heimasætunni þú ert búin að skemma drenginn

Vigdís (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Rebbý

en hann er ógó sætur svona ... bara töffari

Rebbý, 3.1.2009 kl. 23:23

5 identicon

Hann er algjör töffari með þetta gat !

Bibba (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband