Sorgardagur

Það var erfitt að vakna þennan fyrsta dag ársins, ég og prinsinn kúrðum uppí rúmi og eftir að hafa gert misheppnaða tilraun að því að vakna um klukkan ellefu datt ég aftur útaf og steinsvaf... Jebb, steinsvaf þar til líffræðingurinn vakti mig með sms sendingum. Hann virðist því hafa tekið alveg að sér það hlutverk að vekja mig þegar ég er í fríi. Ágætt að geta treyst á eitthvað.

Og árið byrjar sorglega. Við sitjum og hálfskælum hér. Jebb, það er komið að því að kettlingarnir hennar Þulu flytji að heiman og það er hræðilegt! Hræðilegt! Fyrst flutti Lukka, litla fallega blá lukkan mín. Fjölskyldan sem fær hana hefur fylgst með henni frá fæðingu og umvafði hana. En ég fékk samt sting í hjartað mitt þegar ég vinkaði henni bless.

Ég vinkaði Lukku bless og tók á sama tíma á móti næstu nýju kattareigendum. Líffræðingurinn mættur á stéttina með fjölskylduna að sækja Sigurlín Peru. Pínulitla krúttulega peruskottið mitt sem ætlar að fara að vera stór kisa útí bæ. Ég reyndi að þykjast vera "cool" á því þó að mér væri skapi næst að loka hana inní skáp og fela.

Nú sitja leðir unglingar í sófanum og ríghalda í Konráð sem fer næstur að heiman og mun flytja til kindabóndans. Þetta er það sem er erfiðast kattastússið er að sjá á eftir litlu skottunum útí stóra hættulega heiminn þar sem ég er ekki til staðar til að passa þau. Sem betur fer eiga kettlingar Graffiti eftir að vera hjá okkur í 4 vikur í viðbót. Hjúkk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva strax ?   Mér finnst þeir vera nýfæddir !
Er ekki betra að rækta eitthvað sem þroskast ekki svona hratt ?
Hvað með fíla ... já eða skjaldbökur ;)

Bibba (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Rebbý

já það var hálf tómlegt í kvöld þó það væri alveg nægilega margir kettlingar að kitla lappirnar á mér áðan

takk aftur fyrir glæsilegan kvöldmat ... og mundu að hrósa mér fyrir konfektátið

Rebbý, 2.1.2009 kl. 00:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er ekki hægt að spaya þá með stopp sprayi? Passa bara að hrópa ekki gas til að þeir verði ekki hræddir....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband