31.12.2008 | 01:51
Ég slaka á
"Halló! Hvað er klukkan?", umlaði ég í símann sem ég hafði gripið af borðinu. "Vilma! Varstu sofandi? í alvörunni?", æpti líffræðingurinn í símann steinhissa á þessum kolleka sínum sem virðist vera kominn með svefnsýki á háu stigi. Ég skil svo sem að hann sé hissa og pínulítið hneykslaður. í gærmorgun beið hann og beið og hringdi svo í mig klukkan hálf ellefu til að vera viss um að vekja mig ekki... en náði mér steinsofandi uppí rúmi.
Svo þegar hann þurfti að ná á mig í morgun beið hann enn lengur og ég sé hann alveg fyrir mér að fylgjast með klukkunni. Klukkan hálf tólf tók hann af skarið og hringdi. Náði mér aftur steinsofandi uppí rúmi. Ég má nú reyndar eiga það að ég er snögg að skipta úr svefni yfir í vinnu... eldsnögg, ekkert mál.
Svo tveimur mínútum eftir að ég vaknaði í gær var ég farin að gefa ráð um eftirreikning kostnaðarverð og komin í djúpar pælingar um autobatch, reikningsfærslu innkaupa, gengi, fjárhagslegt virði birgða og uppfærslu kostnaðarverðs. Einstaklega spennandi. Kíkti svo í "heimsókn" til líffræðingsins eftir hádegi þar sem við héldum áfram þessum spennandi pælingum og bættum við að auki hugleiðingum um bókun talninga - enda er sá tími kominn.
Í dag var ég aðeins þyngra sofandi og varð líka að bíða þar til líffræðingurinn hætti að flissa yfir að vekja mig um miðjan dag. Engu að síður gat ég lagt margt mjög gáfulegt til varðandi allskonar vöruhúsamál og birgðamál, okkar líf og yndi. Svo mætti ég í vinnuna klukkan tvö og vann til sex. Svo gaman að vera í fríi! Á morgun reikna ég með að þurfa bara að vinna kannski í klukkutíma og ég ætla að vakna sjálf.. snemma og hringja í líffræðinginn og vekja hann.
Annars ætla ég ekkert að vinna þessi áramót, ég ætla ekki að koma of seint í áramótamatinn enda er hann heima hjá mér að þessu sinni og ég ætla ekki að gleyma eftirréttnum heldur eftirláta mun ábyrgari persónu að sjá um hann, henni Snjóku. Svo ég get sagt að ég hafi bætt mig heilmikið, þar sem ég vann allan gamlársdag 2007 mætti of seint í matarboðið og gleymdi eftirréttnum sem ég átti að sjá um heima... vaknaði svo snemma á nýársdag og vann hann allan núna. Hver ætlar svo að halda fram að ég hafi ekki lært að slaka á?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
þú ert búin að vera voða dugleg, eru ekki búnir að vera nokkrir dagar sem þú hefur bara ekkert unnið?
Hlakka mikið til þessarar veislu á morgun
Snjóka, 31.12.2008 kl. 01:56
Jó! Snjóka, Rebby, Hrund og Bibba... (minnir mig...)
Hérna... *pískur* og *hvísl* hvað segið þið um að ræna Vilmu í ... tja... 2-3 daga... koma henni fyrir á einhverju sveitahóteli í smá tíma... Ekkert net. Ekkert gsm samband. Og, já... helst má rafmagnið vera skammtað svona.... ca. 4 tíma á dag....
Haldið þið að það dugi til að Vilma slaki á?
(eða... verður hún bara aggressív af fráhvarfseinkennum?)
Einar Indriðason, 31.12.2008 kl. 02:35
Hafðu það gott um áramótin stelpa
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 09:21
Gleðilegt ár (kannski þarf ekki bara að setja mig og sálfræðinginn í nálgunarbann heldur líka líffræðinginn). En ég vona að þú hafir náð að vekja hann í morgun :-)
Gleðilegt ár og kveðjur til Snjóku (viss um að hún man eftir eftirréttinum handa ykkur)
kveðja
Elín
Elín (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:38
þú ert að taka stórfenglegum framförum varðandi slökun, en betur má ef duga skal ... spurning að tékka á bústaðnum bráðlega
Rebbý, 1.1.2009 kl. 04:47
Hummm .. Einar, ég get ekki neitað því að hugmynd þessi hefur skotið upp kolli annað slagið en það er sá hængur á að þetta er á miklu hærra stigi en svo að 2-3 dagar mundu gera neitt annað en að skapa fráhvarfseinkenni. Stundum grunar mig að besti staðurinn fyrir hana til að slaka á sé vinnan ... sem er mjög þægileg tilhugsun fyrir okkur sem vinnum með henni og treystum á hana ;)
En það sem ég kom hér til að segja : Takk fyrir aldeilis frábært kvöld í gærkvöldi, góðan félagsskap og geggjaðan mat !!!
Bibba (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:33
Hmm.... þú átt við ... að það þurfi... segjum 2 vikur? Til að slá á skjálftann hjá henni?
Hmm... organize... planning... skipuleggja..... (Og að sjálfsögðu fyrir opnum tjöldum hérna á HENNAR bloggi!
(Henni dytti sko ekki í hug að lesa kommentin okkar!!! Never!)
Hafandi sagt þetta, og skipulagt þetta svona svakalega... þá ætla ég að bæta við ... Gleðilegt nýtt ár! Og náðu nú amk 2, ef ekki 3 "súlum" á síma-hleðslu-statusnum hjá þér.
Einar Indriðason, 1.1.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.