Ég vinn! Not!

"Þegar ég er búin að lesa má spyrja, en það þarf fyrst að lyfta upp hönd...", sagði kennarinn strangur á svip og hvessti á okkur augunum. Við þorðum ekki öðru en sitja stllt og prúð og hlusta. Ég rétti upp hönd og beið eftir að röðin kæmi að mér að spyrja spurningar. Kennarinn gaf mér augnaráð og sagði: "Ég ætla að klára að lesa um húsin, Vilma, svo mátt þú spyrja..." Ég er alveg viss um að þessi kennari hafi fulla stjórn á hvaða óþekktarormum sem er...

"Ég á þetta! Ég á þetta!", æpti ég seinna um kvöldið og hoppaði upp og niður í sætinu: "Ég á þetta! 5000 krónur!" Kattadómarinn lét peningana að hendi með skeifu og athugasemd um að ég væri að rúa hann inn að skinni. Ég hló. Kennarinn kastaði teningunum og maður sá spennuna skína úr augunum: "Ég á þetta sjálf!" tilkynnti hún en Snjóka hélt nú ekki: "Nei! Ég á þetta! Nú komstu upp um þig... 1800 krónur!"

Átti frábært spilakvöld með uppáhalds spilafélugunum. Kennarinn, kattadómarinn og Snjóka kíktu öll við og við eyddum kvöldinu í Monopoly, hrikalega spennandi! Fljótlega fór kennarinn fram úr okkur öllum hinum í spenningi og græðgi þó það skilaði henni bara öðru sæti. Snjóka var öllu settlegri en hún er nú samt klárlega músin sem læðist og þegar okkur tókst að gabba kennarann og sleppa Snjóku þannig við að borga leigu hjá henni gat ég ekki leynt gleðinni. Kattadómarinn tók hlutverk sitt sem bankastjóra alvarlega og sinnti því ábyrgðarfullur þó kennarinn væri eitthvað að ýja að því að hann svindlaði.

Það fylgir því hávaði þegar við spilum. Einhvern veginn mögnum við upp æsinginn í hverju öðru og allt virðist vera leyfilegt. Frasar eins og :"Ohhh, Shut up!", "Þegiðu!" eða "Hey, þú svindlar!" fá okkur bara til að skríkja af kátínu og svo höldum við áfram. Við ræddum það nú samt í kvöld að við ættum kannski að reyna að læra að hegða okkur svo einhverjir fleiri vilji spila við okkur... sérstaklega eftir að fjölskylda kennarans hefur eiginlega útilokað hana og kattadómarann frá fjölskylduspilunum... það eru kannski ekki allir til í hamaganginn og hrópin og æsinginn... Við erum nú þegar farin að spá í næsta spilakvöld og hvað eigi að spila þá, kannski Trivial spil Snjóku?

Annars er það næsta að frétta af mér að ég er að fara að gifta mig og ykkur er öllum boðið... ég á reyndar eftir að finna manninn en það bara hlýtur að vera þar sem ég endaði í fjórða og síðasta sæti í kvöld á meðan Snjóka "Músin sem læðist" trjóndi á toppnum með allt allt of mikið af peningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

hehe já ég er ótrúlega undirförul  Verst þegar ég fer að pæla í þessu að þú sért að fara að gifta þig fyrst þú lentir í fjórða sæti, þá máttu bara eiga sigurinn minn annars held ég að líkur mínar á því að ganga einhvern tímann út séu komnar í mínus mínus og mínus hehe æ nei annars, vil frekar vinna ykkur kennarann og kattadómarann sem oftast í spilum

Snjóka, 30.12.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, skil alveg að þú viljir vinna okkur sem oftast því tapsárara fólk er örugglega erfitt að finna (og vinna) en við höguðum okkur þó nokkuð skikkanlega í kvöld þegar kom í ljós að þú hafðir unnið. Nokkuð skikkanlega bara.

Vilma Kristín , 30.12.2008 kl. 01:20

3 Smámynd: Vilma Kristín

Gleymdi líka alveg að þakka ykkur kærlega fyrir stórfellt nammiát - aðra eins atlögu að sælgæti hef ég bara ekki séð!!!

Vilma Kristín , 30.12.2008 kl. 01:21

4 Smámynd: Einar Indriðason

Sko.. eins og ég hef stundum sagt... Þá vantar videoupptökur af þessum viðburðum.  Það myndi vera það sem setti punktinn yfir I-ið... byrja á að lesa lýsinguna frá þér, og fá síðan video sem sýnir þetta í raun og veru, með látum og öllu.

Hmm... Ég er með hugmynd... Má ekki hringja í "big brother" fyrirtækið úti, og fá þá til að setja upp myndavelar hjá ykkur, sem netheimur gæti svo fylgst með, bara læf?

Það væri meira segja hægt að opna veðbanka... "hver missir sig næst?"  "hvaða spil verður spilað næst?"  "hvað þarf að týna marga kettlinga (og ketti) ofan úr jólatrjánnum"

Greinilega fullt af möguleikum í þessu :-)

Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 06:52

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég styð tillögu Einars ;) eða til vara, að við fáum að vera með næst!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 08:41

6 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, það eru fleiri með svona hugmyndir og í gærkvöldi gerði prinsinn heiðarlegar tilraunir að taka okkur upp! Fann þó nokkuð margar upptökur í tölvunni í morgun, þó að myndavélinni væri beint annað má klárlega heyra blaðrið í okkur á meðan við spilum. Mjög fróðlegt!

Og það eru sko alltaf fleiri velkomnir að vera með... það eru reyndar bæði vinir og ættingjar sem eru hættir að vilja spila við okkur, en við fögnum hverjum þeim sem er til í að spila við okkur og sitja undir ásökunum um svindl og öðru eins :)

Vilma Kristín , 30.12.2008 kl. 12:25

7 identicon

Hmmm ég skrifaði hér inn í nótt en það kom ekki fram! Ég vara ykkur stórlega við að spila við þau, ég strang heiðarleg manneskjan er ásökuð um svindl (margur heldur mig sig ;) og er alveg niðurbrotin eftir hvert skipti sem við spilum, samt er ég eins og fíkill bara get ekki hætt! Þetta er farið að hafa miður góð áhrif út í stórfjölskyldu mína, ættingjar eru farnir að forðast mig á mannamótum og neita að spila, allt þeim Vilmu, Snjóku og kattadómaranum að kenna!

Ef þau svindluðu ekki svona mikið myndi ég alltaf vinna!! Og Snjóka ganga út að sjálfsögðu ;)

Hrund (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:48

8 identicon

he he he annað Vilma..... þegar þú fórst á klósettið og við hlógum sem mest.... þá skiptum við út peningunum þínum en þú tókst ekki eftir neinu!!!

Hrund (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 12:50

9 Smámynd: Einar Indriðason

OmG!  Hrönn... hvað erum við að biðja um?  (Þú alla veganna... ég ætla að láta duga að horfa á spilun hjá Vilmu í sjónvarpinu í nýja raunveruleikaþættinum.......)

Það er kannski ráð, (Hrönn, taktu eftir), að mæta í svona hlífðargalla, með logsuðuhjálm, gleraugu, og heyrnarhlífar?  Já, og málarasamfesting?  Ef allt fer í háaloft, þá er gott að vera undirbúinn?  Láta svo aðstandendur vita:  "Ef þið heyrið ekkert frá mér fyrir klukkan ...., þá er ferðaáætlunin mín þessi, og áfangastaður þessi.  Hringið á björgunarsveitina... Heck... Hringið á sérsveit löggunnar...."

Hmm....

Þetta væri vissulega ... áskorun :-)

Einar Indriðason, 30.12.2008 kl. 13:26

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skal segja þér eitt Einar! Þegar ég fer og spila með þeim þá kemur þú með!! Það verður sko skemmtilegt

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 21:28

11 Smámynd: Rebbý

þið vitið ekki hvað þið eruð að láta ykkur dreyma um að gera Hrönn og Einar

ég var þó bara að spila við Vilmu, prinsinn, heimasætuna og sætukopp (eða hvað sem tengdasonurinn er kallaður - á það til að rugla þessu) og við stjúpan vorum ásakaðar um svindl og reynt að stela af okkur kökum .... svo ég bara vara ykkur við þegar Snjóka, kennarinn og kattadómarinn eru komin líka .... OMG

Rebbý, 30.12.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: Einar Indriðason

Hrönn, it's a deal!

En .. Hrönn... við þurfum að hafa eitt á tandurtæru!  Við þurfum að mæta með okkar eigin myndavélar, og taka þetta allt upp.  Þá er hægt að skoða "atvik" aftur, í sló-mósjón, og skera þannig úr um vafaatriði!

Einar Indriðason, 31.12.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband