Heimalingurinn flýgur!

Fyrir um níu árum síðan kom lítið stelpuskott inní lífið okkar og lífið hefur ekki verið samt síðan. Nei, lífið hefur verið betra og skemmtilegra. Stelpuskottið hefur gert allt mögulegt með okkur og er fyrir löngu síðan orðin hluti af fjölskyldunni. Það kemur engum lengur á óvart þegar ég drösla þessu stelpuskotti, sem er löngu búið að vaxa mér yfir höfuð, með mér hingað og þanngað. Í ferðalög innan lands, í heimsóknir, til útlanda. Það er bara eðlilegt að hún gisti hér og sé í mat, enda er hún með lykla að húsinu og gengur um eins og henni sýnist.

Þa erum ekki bara við í fjölskyldunni sem höfum dálæti á stelpuskottinu, nei vinir og vandamenn hafa líka dálæti á henni og keppast við að vilja fá hana í alls konar uppákomur. Mest af öllum í heiminum elskar prinsinn minn hana, hann sér ekki sólina fyrir henni og dýrkar hana. Hún elskar hann líka og hefur endalausa þolinmæði í hitt og þetta. Heimasætan hefur eiginlega verið samvaxin stelpuskottinu í öll þessi ár og það hefur verið mjög sjaldgæft að sjá aðra án þess að hin sé í eftirdragi.

Þetta stelpuskott er heimalingurinn minn og núna er komið að hinu óhugsandi. Snemma í fyrramálið sest heimalingurinn uppí flugvél sem mun bera hana langt langt í burtu frá okkur þar sem hún mun búa næsta árið og vinna við að líta eftir heppnum börnum. Ég fór með henni núna fyrir jólin að kaupa ferðatöskur sem hún gæti tekið með sér og þá fyrst varð þetta raunverulegt. Hún er virkilega að fara.

Það er skrítin tilhugsun að sjá hana ekki meir í heilt ár og ég er ansi hrædd um að það verði tómlegt hér á bæ. Enginn heimalingur til að drösla með sér? Enginn heimalingur til að hjálpa til? Enginn heimalingur til að leika við prinsinn? Enginn heimalingur tl að kúra uppí sófa? Úff, tilhugsunin er bara hræðileg. En það er víst komið að því að þessi unga dama fljúgi að heiman og takist á við ný ævintýri. Við munum bara sitja eftir heima og sakna hennar og reyna okkar besta til að vera í góðu sambandi, ég þakka fyrir tölvupóst og símasamband. Án þess yrði þetta óbærilegt fyrir okkur öll, og nú er komið að því að prinsinn minn læri að senda heimlingnum tölvupóst og fari að skrifast á við hana.

Í gærkvöldi var kveðjukvöldverður, við öllu og sætukoppur. Í kvöld eru heimasætan og sætukoppur að kveðja heimalinginn, það er semsagt annar í kveðju...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er nú aldeilis gott að hafa fésbók og msn :)

Bibba (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ég legg til að fésbókin verði kölluð "snjáldra" á íslensku.  Það er bæði hægt að nota þetta sem sögn, og sem aðgerð.

"Hæ, hvað ertu að gera?"  "Ég er að 'snjáldrast'".  Eða "ég er á Snjáldru".

(Snjáldra?  Já, hafið þið ekki séð þætti með Davíð Arinbjarnar (David Attenborough), þar sem hann sýnir myndir af ... Snjáldurmúsum? :-)

Snjáldra!

Einar Indriðason, 29.12.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Snjóka

Maður á svo sannarlega eftir að sakna heimalingsins enda yndislegur heimalingur og miklu skemmtilegri en heimalingarnir sem ég átti í æsku

Snjóka, 29.12.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Rebbý

já það verður missir af henni þessari elsku sem er ávalt brosandi og til í allt ... en þið eigið eftir að heyra helling í henni og fá enn yndislegri og frábærari vin heim aftur eftir árið

Rebbý, 29.12.2008 kl. 21:06

5 identicon

Takk fyrir æðislega sorglegt blogg og allar góððu athugasemdirnar um mig :D

Ég á eftir að sakna ykkar svo SVO mikið og ég bíst við heimsókn einhverntíma öruglega í sumar :)

Heimalingur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband