Rólegheit

Nú sit ég í stofunni og er að eiga rólegan dag.

Fullorðnu kettirnir, allir fimm, eru reyndar ekkert að haga sér eins og fullorðnir kettir. Þar að auki eru níu fjörugir kettlingar að hoppa og skoppa um. Perla kallar úr búrinu sínu og langar held ég að leika við kettlingana, sem er ekki svo góð hugmynd... Unglingarnir mínir eru að baka pizzu inní eldhúsinu sem opið inní stofu og til að halda uppi fjörinu eru þau með tónlistina á fullu og syngja með. Það eru þrír sérstakir drengir sem leika sér í kubbaleik á gólfinu, alltaf líf og fjör þegar þessir þrír mjög svo sérstöku og ólíku drengir koma saman. Kiki og Koko eru svo búnar að spennast upp við tónlistina og "syngja" af líf og sál með.

Já, það er gott að eiga rólegan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehe jafnvel svo rólega að það er tilhlökkunarefni að byrja að vinna?

Neeeee segi bara sonna ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta er skrítin skilgreining á "rólegheit".

Einar Indriðason, 27.12.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Vilma Kristín

Jaaaa, á tímupunkti í dag hvarflaði að mér að kíkja í vinnuna... stundum er svo mikil hvíld að komast þanngað. En svo náði ég að gabba unglingana í kvikmyndagláp og náðum að gabba heimalinginn í heimsókn líka (því það voru svo fáir heima og svo líflaust)...og náði að stilla mig inná rólegheitin hjá hinum... svaka fjör :)

Vilma Kristín , 27.12.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Einar Indriðason

Hrönn... ef þú heldur Vilmu, heldurðu að ég geti þá "spraugtað" hana með róandi?

Einar Indriðason, 27.12.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Rebbý

Þetta hljómar bara eins og normal dagur á þínu heimili
"Litla" pæjan mín var svo hamingjusöm þegar við komum heim í nótt að hún er búin að panta strax að fá að koma aftur þó ég sé búin að segja henni að það sé óvíst að kettlingarnir verði hjá þér ennþá.
Ég held samt að ég verði ekki búin að horfa á nægilega margar Disney myndir til að toppa getu hennar í gær svo best að hafa hana með mér

Rebbý, 27.12.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband