24.12.2008 | 00:17
Kettlingar og jól og kökur og og...
"Mmmmm, þetta hljóta að vera hollar kökur... það eru möndlur í þeim...", sagði heimalingurinn og sleikti útum í leiðinni. Við heimasætan litum á hana furðulostnar og svo sprungum við allar úr hlátri á sama tíma. Einmitt! Sörur eru hollar! Það eru sko möndlur í þeim.. skítt með allan sykurinn, smjörið, súkkulaðið... möndlurnar telja mun meira. Síðan þá er þetta frasi sem er notaður óspart á mínu heimili.
Það varð nú ekki mikið úr jólabakstri hér, neibb. Sörur og lakkrístoppar. Thats is. Ég var að spá í að kaupa kókóstoppa, mér finnst þeir ómótstæðilegir en svo ákvað ég að allt sælgætið sem er til muni bara nægja. Ég held að ef við fáum ekki þeim mun meiri hjálp þá þurfi hver fjölskyldumeðlimur á þessu heimili að torga svona 3 kílóum! Í alvörunni. Skil ekki hvernig þetta komst allt hingað heim!
Hér sjáið þið svo mynd af myndarlega hópnum mínum, allir níu kettlingarnir í einni hrúgu. Svo friðsælir og stilltir. Einmitt. Þarna já, kannski... en núna? Nei! Þeir hoppa og skoppa og hlaupa og stökkvar og læðast og gera árás úr leyni. Þeir príla í húsgögnum og kattaklórunni og umfram allt í jólatrjánum. Þeir draga klósettpappír um alla íbúð og hamast við að "drepa" hann. En vildi ég hafa þetta öðruvísi? Nei, alls ekki - það er svo gaman hjá okkur núna og það er svo dásamlegt að vera komin í smá jólafrí til að njóta allra prakkarastrikana hjá þessum fjörkálfum. Ég þoli alveg þó það sé prílað í jólatrjánum, öðru hverju tíni ég þá niður úr því. Ég get hlegið endalaust af eltingarleikjunum, árásunum og stökkunum. Og hvað með það þó ég sé með klósettpappír útum allt gólf, þeir skemmta sér svo vel við að drepa hann að ég hef ekki hjarta í mér að taka hann af þeim. Í morgun reyndi ég að pakka inn gjöfum. Það fær enginn fallega innpakkaða gjöf frá okkur þetta árið. Það er nefnilega meiri háttar mál að pakka inn með níu vitleysinga hoppandi allt um kring.
Annað kvöld birtast svo hrúgur af pökkum undir hvíta jólatrénu (sem kettirnir halda reyndar að sé bara fyrir þá) og þá má nú búast við fjöri. Við reiknum fastlega með að fá fullt af aðstoð þetta árið við að "drepa" jólapakkana. Ég hlakka til.
Ég var að setja fullt af nýjum myndum af þeim á heimasíðunni okkar: http://www.internet.is/Vilma endilega kíkið á börnin mín og sjáið hvað þau eru hrikalega sæt...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ég kem og hjálpa aðeins um jólin og ef það verða enn til sörur þá má ekki gleyma að bjóða mér eina þannig því ég hef ekki nennt að baka þær í nokkuð langan tíma
Njótið ykkar á morgun (í dag) sé ykkur seint seint á jóladagskvöld
Rebbý, 24.12.2008 kl. 01:26
heheheheh frábær frasi!
Ferlega langar mig í einn svona sætuling.
Hrönn Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 01:40
.....ég þarf að vera innskráð sem Vilma til að fá að nota þessa síðu Ég hélt þú værir tölvunörd ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 01:41
He, he, jú ég er tölvunörd sem gleymir að einingaprófa... búin að laga linkinn :)
Vilma Kristín , 24.12.2008 kl. 10:04
Jiii hvað þau eru mikil krútt!!
Mig langar í Eílíönu Eik, Snepil Snæ, Tóbías Týr, Kalinku Kaju, Sigurlín Perlu, Von, Lukku og Konráð hinn síundrandi ;)
Þau eru algjörar dúllur
Hrönn Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 11:11
Hrönn... þú hefðir getað sagt... "Heck, mig langar í þá alla!" :-)
Annars fylgdist ég einu sinni með tveimur ketlingum sem frændi minn átti. Alveg merkilegt. Í 2 klukkutíma, þá voru þeir ofvirkir... veiddu allt sem hreyfðist, og ef það hreyfðist ekki, þá var ýtt við því, þar til það hreyfðist, og þá var sko VEITT! Eftir nákvæmlega 2 klukkustundir, þá var eins og batteríin kláruðust hjá þeim, og þeir ultu á hliðina, sofandi, hvar sem þeir voru þá og þá stundina. Sváfu í nákvæmlega 2 klukkustundir, og þá byrjuðu þeir að hamast aftur. Á fullu!
Gaman að fylgjast með þeim.
Einar Indriðason, 24.12.2008 kl. 11:28
Það hefði ekki hljómað eins vel..... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 15:44
Rosalega eru þeir orðnir mannalegir ... já eða kattalegir :)
Bibba (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.