Og við stækkum aftur...

Dýrlæknirinn hló og stundi upp: "Þú hefur ekki ætlað að taka neina sénsa, Vilma!" þegar ég útskýrði fyrir henni að seinni kettlingurinn sem ég dró upp væri viðmiðunareintak... svona svo hún gæti séð hvernig heilbrigður einstaklingur ætti að líta út. Dýralæknirinn skoðaði Elíönu Eik fram og til baka, hún var látin labba, látin sitja, látin standa, látin hanga. Potað í hana, tosað í hana, klipið í hana. Og viðmiðunareintakið var líka látið labba, sitja, standa, handa, potað í hana, tosaði í hana og klipið í hana. "Þetta var aldeilis góð hugmynd hjá þér, engum öðrum hefur dottið í hug að koma með viðmiðunareintak... ", sagði dýralæknirinn um leið og við vorum að klára skoðunina.

Elíana Eik hefur nefnilega ekki komið sér almennilega uppá lappirnar. Hún er kiðfætt. Og þó það sér ofsalega sætt að horfa á hana hlaupa um og lappirnar renna útum allt þá var eiginlega kominn tími til að láta kíkja á þetta. Kalína Kaja kom sérlega vel út sem viðmiðunareintak og dýralæknirinn er búinn að panta að hún komi líka með sem viðmiðunareintak þegar Elíana Eik mætir í myndatöku eftir þrjár vikur. Þá á úrskurða hvort þetta eru slök liðbönd eða sjúkdómur í brjóski. Þanngað til eigum við að þjálfa hana og fá okkur fleiri mottur sem veita góðan stuðning við kettlingafætur sem renna í allar áttir.

Þetta var dagurinn sem ég ætlaði að þrífa og klára að gera fínt fyrir jólin, fyrsti dagurinn í jólafríinu mínu. En ég gerði allt annað en að þrífa. Jú, ég dreif mig með Elíönu Eik til dýralæknis og útréttaði allskonar smáhluti um allan bæ. Ég talaði við vinnuna og skipti mér að málum þar. Við kláruðum að setja upp grenilengjur úti og hengja á þær seríur (mun betur gert þeim megin sem ég og sætukoppur vorum heldur en heimasætan en voða fínt samt).

Við drösluðumst um bæði Bónus og Hagkaup og náðum að klára að kaupa inn allt sem þurfti fyrir jólin... en then some. Ótrúlegt hvaða hugmyndir maður fær svona útí búð! Allavega, ekki meiri búð fyrir jól... neibb, allt búið.

Svo tókum við svona séríslenksa útgáfu af möndlugjöfinni. Þessi útgáfa heitir "niðurfallsgjöfin" og er þannig að vopnuð skóflum leitar maður um allt bílaplan að niðurfallinu. Sá sem er fyrstur að finna það undir íshellunni vinnur. Ég fann fyrsta niðurfallið. Sætukoppur fann niðurfall númer tvö. Og svo hömuðumst við við að brjóta frá ís og koma honum frá og útúba ræsi á planið til að hleypa vatninu af því. Mikið svakalega fannst okkur við vera dugleg! Duglegust í húsinu allavega.

Rebbý kom svo færandi hendi og nú á ég ótrúlega ótrúlega flott dagatal fyrir konur (þið skiljið hvað ég á við), útgefið af Íslenska gámafélaginu. Þvílíkt flott hjá strákunum og alveg á hreinu hvert ég leita ef ég þarf að láta losa gám!

Seinni partinn tókum við svo meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í nýjum félaga fyrir Kiki sem var svo aum í búrinu sínu. Mér fannst ekki eiga skilið að vera ein. Alls ekki. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá er þetta fyrsti fuglinn sem við tökum svona meðvitaða ákvörðun um að bæta við. Og sá fyrsti sem við kaupum í búð. Við vorum því voðalega spennt að fá að velja sjálf... og við fáum sjálf að ákveða nafn! Smá valkvíði... en svo kom þetta. Og við fórum heim með óskaplega fallega gul/græn skellótta stelpu sem er enn verið að máta nöfn á. Hún og Kiki eru nú að kynnast og vonandi verða þær góðir vinir fljótlega...

Og nú ætla ég að fara að þrífa! Og moka kattasand... veiiiiii...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Duglega.   Til hamingju með nýja gárann !

Bibba (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með nýja fuglinn. Gengur ekki að hafa Kiki auma yfir jólin

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Rebbý

hlakka til að heyra hvaða nafn verði fyrir valinu .... Kebbý fyrst nafnið átti að byrja á K?

Rebbý, 23.12.2008 kl. 01:21

4 Smámynd: Einar Indriðason

Kjarval!

Einar Indriðason, 23.12.2008 kl. 09:38

5 Smámynd: Einar Indriðason

Ohh... og gleymdi.

GLEÐILEG JÓL! :-)

Og takk fyrir skemmtilega pistla á árinu :-)

Einar Indriðason, 23.12.2008 kl. 09:39

6 identicon

Ég gat ekki á mér setið og fór að leita að nöfnum  :)  http://www.babycentre.co.uk/babyname/results/?startPage=401

Kali, Kariana, Keira, Kaila, Kaira, Kama, Karra, Kendra, Kerena, Kiera, Kilya, Kimi, Kina, Kimara, Kira, Kiro, Kirsi, Kita, Koko, Konny, Kopal, Kuhu – þýðir fuglasöngur, Kunda, Kyri  

 

Hrund (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 11:19

7 Smámynd: Vilma Kristín

Koko skal það vera, takk fyrir hjálpina Hrund :) Við erum öll sammála um að Kiki og Koko sé flott sem tvíeyki.

Vilma Kristín , 23.12.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband