21.12.2008 | 23:05
Einfaldlega Trúls
Trúls var aldrei sá fjörugasti, sá fallegasti eða söngelskasti. En hann var alltaf jafn krúttlegur og kjaftfor. Eins og allir aðrir fuglar sem hafa komið inná okkar heimili var hann "notað" gæludýr, við tókum hann semsagt að okkur þegar fyrri eigendur fluttu af landinu.
Þá var hann orðinn nokkuð vel við aldur og við fengum hann með þeim skilaboðum að hann og félagi hans ætti nú örugglega ekki langt eftir. Síðan þá hefur hann lifað bæði upprunalega félaga sinn og óvænta félaga sinn, hina gullfallegu Evu. Og á þessum tíma hefur hann líka náð að lifa lengur en Gabríel og Fjöður sem fluttu til okkar á svipuðum tíma og hann.
Það lýsir mikið hversu blíður hann var að hann átti þrjá félaga og var blíður og yndislegur við þær allar. Heitast af öllum elskaði hann þó hana Kiki, litla óvissufuglinn okkar.
En nú hefur Trúls yfirgefið okkur, enginn meir sem syngur falskt og hátt og óheflað. Enginn meir sem situr og hjúfrar sig uppað Kiki. Enginn meiri Trúls. Og aldrei þessu vant er hljóð á heimilinu í kvöld. Ég sakna hans strax... ég vil bara fá Trúlsinn minn aftur.
Hér að neðan eru slóðir á nokkrar færslur þar sem Trúls kemur við sögu, ég mæli sérstaklega með ástarsögunni þó ég geti ekki lesið hana sjálf núna nema gráta - já, eða fjarvistarsönnuninni þar sem Trúls spilaði stórt hlutverk:
Spéhræddi fuglinn
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Æj en sorglegt
Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:16
Æi... leitt að heyra þetta og samhryggist. Ef það hjálpar þér eitthvað þá get ég boðið upp á *knús*
Einar Indriðason, 21.12.2008 kl. 23:36
samhryggist - dýrin þín öll (stór og smá) eru svo stór partur af fjölskyldunni að ég veit að þetta er ykkur öllum erfitt
Rebbý, 21.12.2008 kl. 23:54
En sorglegt. Samhryggist.
Bibba (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 08:24
Æææææ elsku Trúls og elsku Kiki, er hún ekki einmana!! Mikið er þetta sorglegt.
Hrund (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:23
Takk. Jú, Kiki er voða aum..
Vilma Kristín , 22.12.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.