15.12.2008 | 22:25
Ég lifi af...
Eftir því sem nær dregur desember magnast kvíðinn inní mér. Það eru þó ekki jólin sem orsaka þennan kvíða, nei af og frá. Jólin einmitt frekar ná að láta mig aðeins gleyma lamandi kvíðanum. Nei það fær mig til að skjálfa og fara yfir um á taugum er að afmæli prinsins er um miðjan mánuðinn. Og því fylgir barnaafmæli. Ekki eitt, heldur tvö... það dugar ekkert minna. Sko eitt fyrir vini okkar og fjölskyldu. Og eitt fyrir bekkjarfélagana.
Ég er afskaplega lélegur gestgjafi og glötuð að halda veislur. Ég var nú nærri búin að klúðra veislunni um helgina en mínar dásamlegu vinkonur björguðu mér... og í dag var komið að bekkjarafmælinu. Ég var að farast úr stressi þegar nær dró, skalf og nötraði, ofandaði. Hvernig færi þetta. Heimasætan prísaði sig sæla að vera í vinnunni en heimalingurinn minn mætti á vaktina með mér enda svo röggsöm með drengina.
Svo sló klukkan og bjallan byrjaði að klingja. 10 níu ára guttar í fullu fjöri eru ekkert grín. Þeir ákváður að fara í rúbbí í stofunni. Í alvörunni. Og ég andaði eiginlega léttar, þeir voru þá allavega að hafa ofan af fyrir sér sjálfir. Þeir æfðu höfrungarhopp yfir pulluna svo ég tók andköf þar sem ég óttaðist um ljósakrónuna mína. Það var ekki nokkur leið að heyra sínar eigin hugsanir fyrir hlátrasköllum, köllum og skrækjum. Það var rétt á meðan við nærðum þá sem hægt var að tala saman, svona næstum því. Það tekur líka á að gefa öllum þessum skara að borða í einu... allir vilja fá eitthvað, og maður er varla búinn að fara hringinn þegar sá fyrsti byrjar aftur.
Við tóku skylmingar og ærslafullur feluleikur, æsispennandi pakkaleikur og meiri gerfi slagsmál. Á endanum var afmælið svo skemmtilegt að gestirnir dvöldu hálftíma fram yfir skipulagðan tíma á meðan ég og heimalingurinn reyndum að halda í geðheilsuna. Nú er ár í næsta afmæli og ég finn bara hvað ég anda léttar. Hjúkk, enn eitt afmælið sem ég slepp lifandi frá og þó þetta hafi verið hið fjörugasta og hávaðasamasta frá upphafi þá er það yfir sig hamingjusamur prins sem ljómar inní stofu.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.