15.12.2008 | 01:09
Ég geri ekkert
Tiltekt eftir afmælið og uppvask, glápa á jólamynd með unglingunum, talning á kettlingum, baka afmælisköku, baka sörur með aðstoð unglingana, fá fullt af kattaeigendum í heimsókn til að skoða litlu kisubörnin sín sem stækka, talning á kettlingum (nokkrum sinnum), út að borða með kennaranum og kattadómaranum, blaðra í símann við Möggu Biddu, talning á kettlingum, jólasveinaleiðangur með heimasætunni, saumapælingar með heimalingnum, hanga á internetinu og skoða sig um, talning á kettlingum, upprifjun á föstudagskvöldinu (úbbasíííííííí...), borða afganga úr afmælisveislunni, talning á kettlingum, þvo þvott, sofa út, njóta dagsins og lífsins... Ég gerði semsagt ekki neitt í dag og mikið svakalega var það skemmtilegt.
Og nú er ég þreytt eftir allan dansinn með unglingunum mínum. Við erum búin að æfa púðusykurdansinn, kúrekadansinn, Dominos dansinn, Super Mario dansinn, týna epli/týna sveppi dansinn og marga marga aðra... og syngja með tónlistinni um leið... rosalegt stuð hjá okkur... en samkvæmt sætukoppi lítur það vís pínulítið skringilega út þegar fólk gengur fram hjá á göngustígnum og sér okkur inn um gluggann að æfa sporin. Skítt með það, okkur er sama þó einhver flissi yfir okkur, bara betra að ná kannski að létta lundina hjá einhverjum leiðum sem getur skemmt sér yfir okkur að æfa Dominos dansinn...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
.....talning á kettlingum? Og svo aftur og aftur og aftur........?
Nú er ég eitt spurningamerki í framan og já kannski víðar ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 08:02
ég taldi ekki kettlinga, en gat þó talið klórin sem ég fékk eftir þá á laugardaginn ... voðaleg krúttleg lítil klór
gott að þú gerðir ekkert í gær - það var kominn tími á afslöppun hjá þér
Rebbý, 15.12.2008 kl. 08:28
Já, þegar maður á heilan haug af pínulitlum kettlingum sem hlaupa um allt hús er maður alltaf að telja... einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu... bara til að vera viss að enginn sé týndur eða búinn að fara sér að voða...
Vilma Kristín , 15.12.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.