Bestu vinir í heimi

Ég fann það um leið og ég opnaði í augun í morgun, allt of snemma eftir svefnlitla nótt, að þetta yrði ekki minn dagur. Að heilsan ætlaði ekki að vera með mér, hvoki maginn né höfuðið lét að stjórn. Jú vissulega hafði ég kannski kallað þetta yfir mig sjálf með dansi og skemmtun fram á nótt, en ég hafði nú samt farið heim á nokkuð skikkanlegum tíma. Sennilega spilaði líka inní að ég útkeyrð eftir vinnutörn síðustu vikna. Allavega, þarna skrönglaðist ég um og hélt að mín síðasta stund væri runnin upp. Mín síðasta stund og það stóð til að halda hátíðlegt afmæli prinsins seinni partinn.

Engar veitingar tilbúnar og þegar ég leit í kringum mig var líka sorglega ljóst að húsmóðirin hefur verið að sinna starfsframanum síðustu vikur en ekki tiltekt og þrifum. Heilsan gjörsamlega horfin. En þegar allt leit sem verst út og ég var farin að plana að fresta veislunni miklu byrjuðu mínar yndislegu vinkonur að skjóta upp kollinum.

"Má ég ekki baka köku?" stóð í sms frá kennaranum og áður en ég hafði áttað mig hafði hún tekið að sér veitingahlutann af veislunni. Þá var bara tiltekin eftir og uppúr hádegi dröslaðist húsmóðirin á fætur og með hjálp heimalingsins þrifum við íbúðina hátt og lágt. Snjóka og Rebbý bættust svo í hópinn og með samstilltu átaki stóð glæsilegt veisluborð, hlaðið veitingum, í hreinu stofunni minni korteri fyrir veislu. Geri aðrir betur.

Hvað ég hef gert til að verðskulda svona vinkonur veit ég ekki, en ég er sennilega heppnasta lélegasta húsmóðir í heimi!

Síðasti sólarhringur hefur verið fjölbreyttur. Óvenju annasamur og stressandi dagur í vinnunni þar sem ég missti af jólasöngnum og jólagjafaúthlutun á meðan ég vann í gegnum margfalda tengingu á vél bretans með aðstoð nakta forritarans á Egilstöðum. Tæknin er ótrúleg. Stressuð og allt of sein druslaðist ég heim og hafði mig til á mettíma til að mæta í fertugs afmæli líffræðingsins sem breyttist óvænt í brúðkaupið hans. Þetta var hin skemmtilegasta veisla þar sem afmælisbarnið/brúðguminn fór á kostum og hélt uppí stuðinu með rokkuðum útgáfum af sunnudagaskólalögum og Elvis slögurum. Við létum ekki eina afmælisveislu nægja heldur drifum okkur niðrí bæ þar sem við héldum uppá afmæli kindabóndans með tilheyrandi stuði og skrítnum uppákomum. Allt fullt af fólki sem við þekktum og fullt af fólki sem við þekktum ekki... voða gaman. Náði svo ævintýralegustu leigubílaferð ævi minnar þegar ég ákvað snöggt að stökkva uppí næsta bíl og bruna heim enda heilsan þá þegar farin að dofna. Eftir stutta leið með jólalagagetraun og spjalli þekki ég þennan leigubílstjóra sennilega bara betur en marga af vinum mínum!

Þá tók við afmælisveisludagur prinsins sem byrjaði með heilsubresti og endaði með fullum sófa að fullorðnu fólki að horfa saman á teiknimyndir. Fjölmenn veislan heppnaðist ljómandi vel, þar sem veitingum mínum (einmitt... veitingum kennarans) var hrósað í hástert. Prinsinn sat hæstánægður og glaður með gjafirnar sínar og voðalega hamingjusamur með afmælið.

Á morgun ætla ég að eiga rólegan dag... gera ekkert... nema taka til eftir afmælisveisluna og undirbúa næstu veislu sem er á mánudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já - þökk sé heimalingnum, Snjóku og já þér fyrir hvað það var hreint á heimilinu þínu í dag, þökk sé mér fyrir þynnkufæðið þitt og þökk sé kennaranum fyrir veitingarnar sem voru frábærar.
ég þakka líka prinsinum fyrir gott boð því þetta var hin ánægjulegasti eftirmiðdagur í yndislegum félagsskap ... verst að ég missti af myndinni eins og mig langar mikið að sjá hana

p.s.  þú ert ótrúlega rík af góðum vinum og mundu að við erum rík líka að eiga þig og allt fjörið og já stundum dramað sem fylgir þér ...

Rebbý, 14.12.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Vilma Kristín

Takk Rebbý... en uhhhhh... drama? Sem fylgir mér? Hlýtur að vera að rugla még við einhvern annan... í Alvöru...

Vilma Kristín , 14.12.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaha góðir vinir eru þyngdar sinnar virði!!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband