10.12.2008 | 23:19
Ég fer í bíltúr
Kindabóndinn hló og snéri stýrinu fimlega og hratt. Ég greip fyrir augun og hélt niðrí mér andanum. Rósan sveiflaði afturendanum til og frá, frá og til. Glannalega. Kindabóndinn staðhæfði að hann vissi alveg hvað hann væri að gera, þetta væri ekkert mál, akkúrat svona ætti að fara að þessu. Ég efaðist um það, stórlega. Ég hafði aldrei heyrt um það að bílar ættu að keyra upp brekkur á hlið. Neibb, ég hafð bara aldrei heyrt um svoleiðis.
Mig grunar að það hafi verið akkúrat þetta sem kindabóndinn hafði í huga þegar hann bauð mér í bíltúr á Rósunni í hádeginu á mánudaginn. Akkúrat þegar það var snjór á götum og hálka. Það á auðvitað ekki að vera neitt mál, það eru allar götur í Grafarholti eru upphitaðar.. einmitt, allar götur nema gatan sem við vinnum við. Svo héldum við af stað saman útí mat, ég og kindabóndinn... á Rósunni sem er svosem ekki þekkt fyrir að vera nýjasti eða flottasti bíll í heimi.
Ég var tiltölulega róleg á leiðinni í burtu þó ég þyrfti að berjast við löngunina um að halda mér í á leiðinni niður brekkuna. Kindabóndinn róaði mig með því að segja mér hvað þetta væri lítið mál, hann vissi alveg hvað hann var að gera, ekkert mál. Ef maður bara reiknar aldrei með því að bíllinn láti af stjórn er allt í lagi.
En á leiðinni heim þurftum við að fara upp snjóuga og hála brekkuna. Og þá fyrst var kindabóndinn í essinu sínu. Svo sannarlega. Hló og tísti á meðan hann hann vippaði bílnum til og frá og sikkasakkaði upp brekkuna. Mér fannst hann óhaminn og stjórnlaus. Hann vildi meina að hann væri alveg með þetta á hreinu. En ég er enn á því að bílar eiga ekki að keyra úr á hlið.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.