Vonlausa ég

Ég var að spá... ég er svolítið svona týpa sem nærist á vonleysi, sút og öllu misheppnuðu... Kannski er það því ég samsvara mér mikið betur með klúðri og óskipulagi og óheppni heldur en fullkomnleika og heppni.

Ég held að það sé engin tilviljun að uppáhaldslögin mín eru flest lög um misheppnum ástarsambönd eða geðveilu eða um allt sem maður fær ekki og þarf að lifa án. Ég mætti í úfnu skapi í vinnuna í morgun, hlammað mér í sætið án þess að heilsa herbergisfélugunum og kveikti á i-podnum. Það virkar ekkert eins vel á að koma mér aftur á rétt skrið og hlusta í hálftíma á hvern söngvarann á fætur öðrum syngja um einmannalega og ömurlegt líf sitt. Ekkert betra til að ná brosinu aftur á mig.

Og fullkomið fólk! Ég get bara varla lýst hvað fullkomið fólk fer í taugarnar á mér... ég gæti bara ælt. Í alvörunni. Til dæmis svona konur sem hafa alltaf allt hreint, líta alltaf fullkomlega út, börnin alltaf hrein og strokin... og þæg. Alltaf með matinn á réttum tíma, allt í röð og reglu og eiga svo í kaupbæti fullkominn eiginmann, búa í húsi en ekki íbúð og keyra um að nýlegum bíl. Sífellt jarmandi um uppskriftir og þrif... já, eða bara að dásama fullkomna lífið sitt. Gubb.

Nei, má ég þá frekar biðja um venjulegt fólk með allskonar vandamál og allskonar sérlund. Sko ég ætla nú ekki að móðga neinn... en ég er rosalega heppin að eiga fullt af vinum sem enginn er fullkominn! Nei, þau eru öll svo dásamlega mannleg og sérstök og fjölbreyttur hópur. Stundum grunar mig þó að ég setji met í óheppni og skringileg heitum eða eins og sálfræðingurinn sagði í dag um leið og hann hló: "Vilma! Þú ert bara öðruvísi... þú hefur alltaf verið öðruvísi en hinir og sér á báti... og þannig vil ég hafa þig..."

Ég veit ekki... er fullkomna fólkið eitthvað hamingjusamara en ég? Fyllir allt skipulagið og fullkomleikinn líifð af tilfinningum og hamingju. Gefur það manni lífsfyllingu að stíga aldrei feilspor? Að láta aldrei ná sér með drasl? Að elda aldrei kvöldmat klukkan tíu heldur hafa hann alltaf á réttum tíma? Að klára alltaf verkefnin á réttum tíma? Að skrá tímana sína svo maður lendi ekki á svörtum lista hjá yfirmanninum... er það kannski leiðin að lífshamingunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

iss enginn er fullkominn, fólk er bara misgott að fela ófullkomleika sinn

Snjóka, 9.12.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Rebbý

bíddu bíddu - stelpur - þekki þið mig ekki rétt?
ég er svo fullkomin að það hálfa væri hellingur .... að mínu mati allavega

bara betra að eiga vini sem eru öðruvísi og almáttugur ef við værum aldrei með drama stelpur þá hefðum við ekkert að ræða

Rebbý, 9.12.2008 kl. 23:01

3 identicon

Alveg sammála Snjóku,  það þarf bara að kíkja undir yfirborðið.  Hamingja felst alveg örugglega ekki í að láta allt líta út fyrir að vera fullkomið.  

Halltu bara áfram þínu striki, þú ert alveg fullkomin eins og þú ert :-)

Elín (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:36

4 identicon

Hmmmmmmm, ertu sem sagt að segja að ég sé ekki fullkomin!!!! ;)

Hrund (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Vilma Kristín

Hrund, þú ert passlega ófullkomin til að vera fullkomin fyrir mig :)

Vilma Kristín , 10.12.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband