Operation "Jólin"

Aðgerðin að sækja jólaskrautið útí geymslu leystist uppí vitleysu og fíflagang. Við dúðuðum okkur upp og héldum útí bylinn til að drösla skrautinu úr geymslunni. Jólaskrautið var auðvitað innst í yfirfullri geymslunni og það var því fyrirséð að þetta yrði nokkur burður, bæði bera dót út og svo aftur inn. Það var einróma samþykkt að senda heimasætuna inn, enda er hún sennilega sterkust af okkur öllum. Við hin, sætukoppur, prinsinn og ég, stóðum úti og tókum á móti allskonar kössum, dóti og húsgögnum og röðuðum um gangstéttina. Svo byrjuðum við að veiða jólaskrautskassana frá og bera allt annað aftur inn. Og þá.. þegar allt var að smella saman... fékk einhver smá hugmynd. Smá hugmynd sem áður en varði hafði breiðst út með allsherjar snjóstríð.

Þetta var svona allir á móti öllum snjóstríð. Vopnaður skóflu ærslaðist prinsinn áfram og henti snjó í allar áttir. Sætukoppur sérhæfði sig í velmótuðum snjóboltum og virtist nokkuð hittinn, já sérhæfði sig í snjóboltum og "spældum eggjum" á höfði heimasætunnar sem hljóp skrækjandi út um allt bílaplan en snéri svo óvænt vörn í sókn og elti sætukopp einbeitt með fullar hendur af snjó. Ég var vopnuð stóru plastloki og náði órtúlegu magni af snjó í einu sem ég jós í allar áttir. Og áður en við vissum af voru allir orðnir rjóðir í kinnum, kaldir, blautir og máttlausir af hlátri.

Loksins tókst okkur að koma öllu jólaskrautinu inn og jólatrjánum líka. Sætukoppur starði á okkur stórum augum þegar ég og heimasætan með æfðum handtökum byrjuðum að taka upp jólakskrautið og pakka öðru dóti niður. "Hvað eigið þið eiginlega mikið?", spurði hann og við hlógum. "Ekki nóg! Ekki nóg! Við verðum að kaupa meira í ár..." Drengirnir byrjuðu á því að pússla saman jólatrjánum, Míu hinni mögnuðu til mikillar ánægju sem byrjaði strax að príla.

Og núna eru jólatré um allt gólf, jólakskraut flæðir af eldhúsborðinu þrátt fyrir að við erum búin að fylla alla skápa, skennka og hengja neðan í ljósakrónurnar... við eigum enn heilmikið verk fyrir höndum... en mikið svakalega er gaman að jólin eru að koma í húsið okkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ekki búin að finna blátt tré til að bæta í hópinn?   eða var ekki blátt annars á óskalistanum þetta árið

Rebbý, 8.12.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ákvað að vera í jólatrés aðhaldi þessi jól... en jú, blátt er efst á óskalistanum :)

Vilma Kristín , 8.12.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Einar Indriðason

"Operation Jól" setti mynd í hausinn á mér.... þið, með bakpoka, talstöðvar, ljós á höfðinu, stórar gúmmíbommsur.....

Og... svo er RÁÐIST inn í geymsluna!

(ghostbusters, hvað?)

Einar Indriðason, 9.12.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband