Ég og stiginn minn

Ég reyndi að standa eins kyrr og ég gat. Beitti sjálfa mig hörku til að kreista fram bros á meðan ég minnti mig á að anda inn... anda út... anda inn... anda út... Ég var skelfingu lostin, hálf tryllt af hræðslu og reyndi að láta ekki á neinu bera. Alveg frá því að ég gerði mér grein fyrir að viðskiptavinur minn ætlaði að stoppa mig á stigapallinum til að spjalla hafði litla hjartað mitt barist um og reynt að slíta sig laust.

Hvað gerir maður ekki fyrir viðskiptasambönd? Auðvitað stoppaði ég og stóð nú þarna í brjálaðri innri baráttu við sjálfa mig sem vildi helst skríða æpandi niður stigann. En nei, ég stóð þarna, grafkyrr. Ég var með hraðan hjartslátt, þurr í munninum og gleymdi að anda. Á meðan kinkaði ég kolli og kreisti fram brosið. Skyndilega bættist við á pallinn. Sálfræðingurinn mætti og stillti sér upp við hliðina á mér. Ég freistaði þess að gjóa augunum niður. Var pallurinn nokkuð að gefa sig? Stóð ég bita? Loksins kom að því að viðskiptavinurinn vildi halda áfram upp, sem þýddi að ég mátti halda áfram niður. Enn og aftur barðist ég við löngunina að skríða niður, skælandi.

"Nei! Ég átti ekki von á að finna þig hér að spjalla!", kvakaði í Snjóku sem kom á urrandi siglingu upp stigann. Sálfræðingurinn hló og tók undir þessa undrun Snjóku. Ég gat hins vegar ekki beðið að komast að stigahandriðinu, grípa í og fikra mig niður á meðan ég reyndi að fá öndunina í lag. Aldrei aftur. Aldrei aftur ætla ég að stoppa á þessum stigapalli.

Ég var nú samt nokkuð stolt af mér að hafa stoppað þarna, að láta mig hafa það. Ég er hins vegar ekki svo viss um að ég hafi hljómað gáfulega eða að það hafi komið uppúr mér eitt orð af viti enda var heilinn gjörsamlega í lamasessi á meðan á þessu stóð. Á hverjum degi storka ég sjálfri mér og fer upp og niður þennan fjárans stiga. Samband míns og stigans er mjög sérstakt. Og samband okkar sveiflast líka til og er tilfinningaþrungið. Suma daga kemst ég þetta nokkuð auðveldlega, og get jafnvel farið þetta þó að það sé einhver í sömu tröppu og ég. Oftar á ég þó í erfiðleikum með hann. Ég fer hægt yfir og þarf stundum að hvetja sjálfa mig til að taka næsta skref. Ég get alls ekki farið stigann nema halda mér í handriðið, fast, og sem betur fer virðast flestir vinnufélagar mínir virða það og víkja fyrir mér. En ég held áfram, einhvern daginn.... einhvern daginn get ég hlaupið upp og niður glerstigann án þess að finna fyrir lofthræðslunni. Kannski ekki alveg strax, en ég læt hann allavega ekki stoppa mig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Spurning hvort þú getir fengið að flytja skrifstofuna þína niður í kjallarann?  Eða vinnuaðstöðuna kannski frekar.  Það er víst ansi mikið mál að flytja skrifstofu... þarf múrbrot og kranabíla, og alls konar græjur......

Einar Indriðason, 6.12.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Snjóka

Þú náðir nú alveg ótrúlega að fela það að þú værir stjörf af hræðslu, ég var þvílíkt hissa á því hvað þú varst sali-róleg og yfirveguð

Snjóka, 6.12.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband