4.12.2008 | 23:35
Pínulitlu kisurnar gera jólahreingerningu
Pínulitlar kisur hlupu á eftir mér eins og ég væri súperstjarna! "Mí, mí, mí", skræku þeir í kór sem ég þýddi sem : "Gerðu það haltu á mér! Gerðu það taktu mig upp, ó, þú frábæri eigandi..." Ja, allavega eitthvað í þá átt. Ég ákvað í kvöld að besta leðin til að slaka á eftir yfirálag síðustu vikna væri að þrífa. Svo ég réðst á herbergið mitt og skrúbbaði hátt og lágt. Um leið ýtti ég við lífi kettlinganna sem deila með mér herbergi. Aldrei áður hefur nokkuð svona spennandi gerst í þeirra lífi.
Kassarnir þeirra fluttir til og endurinnréttaðir, allt rifið úr hillum og dreift um allt herbergi, þurrkað og þrifið áður en gengið var frá aftur og á meðan var opið fram í íbúð. Vá! En spennandi fyrir pínulitlu kisurnar mínar... ofur forvitnar skakklöppuðust þær hugrökkustu í gegnum opna hurðina fram í forstofu. "Mí, mí, mí!" skræki Sigurlín Pera framan úr forstofu. Ég þýddi það sem: "Gerðu það bjargaðu mér! Ég er pínulítil og vitlaus kisa og er alveg týnd í stóra heiminum... og ég er hrædd!" Auðvitað stökk eigandi til (það er sko ég þar til ég afhendi hana líffræðingnum) og bjargaði aumingja alveg týndu kisunni. Það tók góða stund að róa pínulitlu kisuna niður og á meðan sat ég með hana og spjallaði: "Hver er dædust... dædust...? Digurlín... Digurlín peeeeeera er dædust... og bestust... mömmu sinnar besta tjetlan..." Sigurlín Pera horfð á mig eins og ég væri að segja eitthvað rosalega merkileg og róaðist smátt og smátt. Ég lagði hana frá mér og hélt áfram að þrífa.
Þegar ég þurfti að skjótast fram í eldhús ákvað Lukka, sú hugrakkasta af öllum að elta mig... trítl trítl trítl... pínulitla kisan hljóp eins hratt og hún gat með litlu fótunum sínum á eftir mér, skrækjandi. Ég hló og bar hana með mér inn. Hún var ekki hætt og ákvað að prófa að príla uppí rúm. "Mí, mí, mí", skræki hún þar. Ég þýddi það sem: "Það er rosalega hátt niður og ég kann ekki að komast þanngað sjálf... gerðu það bjargaðu mér!" Að sjálfsögðu brást góði kattareigandinn hratt við og bjargaði pínulitlu kisunni. Aftur. Og aftur. Og aftur. Og aftur.
Von ákvað að taka þátt í rannsóknarleiknum og trítlaði fram í forstofu og til baka aftur og fram í forstofu og til baka og fram í forstofu og til baka aftur og fram í forstofu og til baka aftur.... þið náið innihaldinu væntanlega.
Og þá byrjað það mest spennandi af öllu. Kattareigandinn byrjaði að skúra gólfið. Von lét ýta sér áfram á rassinum. Tóbías hoppaði ofan á moppuna og fékk sér far um gólfið. Snepill og Lukka reyndu að veið moppuna á meðan flestir fældust fyrir. Elíana Eik gerði sitt allra besta til að fóta sig á blautu gólfinu undir hlátrasköllum kattareigandans. Nú eru allar pínulitlu kisurnar sofandi eftir mesta ævintýri lífsins... eftir jólahreingerninguna...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Æj krúttin! Mig langar í Von og ég er svo bræt að ég náði inntakinu.......
Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 00:22
spennandi kisuheimur - vildi að minn heimur væri svona spennó
ætlaði að kíkja á þig í vinnuna í fyrramálið (eða semsagt eftir nokkra tíma) en er ekki að sjá mig komast frá .... vonandi verður gaman án mín
Rebbý, 5.12.2008 kl. 00:24
Hvar er myndbandið!!!
Einar Indriðason, 5.12.2008 kl. 09:48
Hey, hvað með hin börnin, ertu búin að ákveða nöfn????
Hrund (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 12:57
Þetta verður allt opinberað um helgina... við erum á síðustu metrunum að ákveða nöfnin... :)
Vilma Kristín , 6.12.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.