Týnd og fundin

"Svona er þetta...", hvíslaði nakti forritarinn í eyrað mér. Ég starði fram fyrir mig tómum augum, einhvern veginn ekki að horfa á neitt. Svo hélt hann áfram: "sérðu kóðann? Sérðu það sem ég er að tala um?" Ég hrökk við. Ó, átti ég að vera að horfa á eitthvað, skoða forritskóða? "Nei, heyrðu ég sé þetta ekki...", svaraði ég. "Ég stend nefnilega útí glugga með þig", hélt ég svo áfram og snéri mér frá glugganum og bar símann með mér aftur í sætið. Nakti forritarinn hló innilega og ég gat eiginlega ekki annað en tekið undir með honum. "Er þetta orðið svona slæmt? Stóðstu bara útí glugga, tilbúin að stökkva ef þetta virkaði ekki?", hló hann og áður en ég vissi af vorum við búin að spinna hugsanlega atburðarrás lengra... þar sem örvinglaði forritarinn biður þess að forritið virki, bíður á milli vonar og ótta á brúninni, tilbúinn að stökkva fram af klettinum ef allt fer í klessu. Já, forritarar geta sko alveg verið mjög dramatískir.

Ég hafði hinsvegar ekkert verið að plana að kála mér útaf kóðanum, hafði bara trítlað að glugganum til að teygja úr mér og tekið nakta forritarann með mér í símanum. Ég held að "headset"-ið mitt sé að gróa fast á eyrað. Ég er búin að tala sennilega yfir 7 tíma í símann í dag, stundum er ég meira að segja að tala bæði í borðsímann og gemsann, það er góð nýting.

Þetta eru skrítnir og langir dagar í vinnunni núna, líffræðingurinn er að vinna við að setja upp nýtt kerfi í danaveldi og gítarleikarinn er í fríi svo það eru bara ég og nakti forritarinn sem erum eftir til að sinna bullandi þjónustu, forrita breytingar og stunda prófanir - gaman hjá okkur. Eiginlega er ég orðin týnd í vinnu og sé ekki alveg fram úr þessu. Maraþon vinna um helgina og hún hvarf bara einhvern veginn án þess að ég tæki almennilega eftir því, tók mér samt frí á laugardaginn til að mótmæla.

Börnin mín störðu á mig og virtust ekki þekkja mig þegar ég mætti skyndilega heim seinnipartinn í gær til að sækja þau og drösla þeim á konfektgerðarnámskeið. Við náðum tveimur rólgegum klukkutímum í að gera fyllingar og konfekt áður en ég skutlaði þeim heim svo ég gæti drifið mig aftur í vinnunni og náði að vinna vel fram á nótt og mæta svo fyrir allar aldir í morgun.

Ég náði þrátt fyrir allt að skilja nakta forritarann eftir einan í dag og stinga mér á "jóla" hlaðborð á VOX með grillklúbbnum - þvílík snilld! Við erum alvarlega að íhuga að hafa þetta bara vikulegt! Maginn er enn fullur enda náði ég að fara margar margar ferðir....mmmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Það þarf nú að fara að ná þér úr þessari vinnu og skemmta þér eitthvað

Snilldar hádegi annars og ég er þokkalega tilbúin aftur í næstu viku sko

Snjóka, 3.12.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Rebbý

dramatískt fólk í kringum þig?  og þú dramatísk?    nei elsku vinkona ... ekki til í ykkur drama 
nærð vonandi að slaka samt eitthvað á fyrir jólin og ég panta þig strax eitthvert kvöldið í meiri pizzugerð .... dreymir alveg pizzuna okkar

Rebbý, 4.12.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband