Nígeríusvindlari enn á ferð

Vinur okkar frá Nígeríu er aftur kominn fram á sjónarsviðið. Nú í hlutverki einhleyps tveggja barna faðir í Lundúnum. Hann vill endilega fá heimalinginn í vist sem au pair. Hann býður heimalingnum glimrandi góð laun og vikulega bónusa. Í staðinn þarf heimalingurinn bara að passa aðeins börnin sem eru ein heima eftir að mamman skyldi við manninn.

Hún fær stórt sérherbergi með sérbaðherbergi, fullt af frítíma, stutt í búðir... allt sem ungar stúlku vilja. Ég og heimalingurinn emjuðu við lesturinn á boðsbréfinu. Vinir okkar í Nígeríu höfðu ekki einu sinni fyrir því að breyta stílnum á bréfunum. Neibb, bara sami stíll og á öllum fyrri svindlarabréfunum. Og það besta við þessa nýju tilraun er að maðurinn ber sama nafn og maðurinn sem átti að senda peninga á í fyrra svindli. Frábær undirbúningur. Ég var meira að segja að spá í dag hvort ég ætti kannski að reyna að selja þeim gagnagrunn til að halda aðeins betur yfir upplýsingar um fólk sem verið er að svindla á.

En nú höfum við snúið vörn í sókn, við skrifuðum til baka... fullar af áhuga og bíðum nú spenntar yfir nýjum nígeríuævintýrum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

takk fyrir að benda á þetta svínarí

Margrét Guðjónsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:43

2 identicon

Spennufiklar :)

Bibba (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha ég er sammála Bibbu! Þið eruð spennufíklar!! ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:14

4 identicon

He he he þetta hljómar spennandi :)

Hrund (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband