Valið mikla

Ég og kennarinn hjúfruðum okkur saman á sófanum og rýndum á tölvuskjáinn. Við vorum að ná smá il í kroppinn eftir mótmælastöðu dagsing. Og þarna höfðum við komið okkur vel fyrir og kennarinn var að hjálpa mér við erfitt verkefni. Það er nefnilega komið að því að nefna börnin, alla níu kettlingana. Og nú eiga 3 kettlingar eftir að fá nöfn og maður þarf að velja vel. Vanda sig.

Kennarinn er sniðug og áður en ég vissi af var hún búin að finna nokkrar sniðugar heimasíður sem gefa uppástungur af nöfnum. Kennarinn ýtti og ýtti á "random" hnappinn og nýja og nýjar tillögur pompuðu upp. Inná milli komu góðar uppástungur sem við skifuðum hjá okkur en þess á milli veltumst við um af hlátri yfir möglegum tvínefnum.

Lawton Bellmont! Apollonius Segundo! Hobbes Pollux! Thurgood Heinz! Við veltumst um á sófanum og héldum áfram að skoða úrvalið.

"Vilma! Do you have eggs?", spurði skyndilega kattadómarinn sem hafði setið og skoðað úrvalið af sjónvarpstöðvum. Ég jánkaði... vissi ekki betur en að það væru til egg. "Ok, do you have suger and cocoa?", hélt kattadómarinn áfram og ég jánkaði aftur og áður en ég vissi af var ég mætt inní eldhús að kíkja hvort það væri ekki allt til sem kattadómarinn taldi upp. Júbb, allt til. "Great!", sagði hann og hélt svo áfram: "I really want to make a cake in 15 minutes!"

Ég brosti, sko maður neitar ekki karlmanni sem býðst til að baka handa manni köku um að aðgang að eldhúsinu. Alls ekki! Nei, maður færir sig til hliðar og reynir að aðstoða. Reyndar erum við mjög góð saman í eldhúsinu, komumst að því þegar við undirbjuggum afmæli kennarans. En núna réð kattadómarinn í eldhúsinu og viti menn, áður en 15 mínúturnar runnu upp var ég komin með volga súkkulaðitertu á diskinn og nú gátum við kennarinn frussað súkkulaðiköku útúr okkur um leið og við flissuðum yfir fyndnum nöfnum.

Það er samt eitt nafn sem er enn að vefjast fyrir mér og ég var spá hvernig ykkur lýst á: Eastwood Cockburn ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh don't do that .... ekki hægt á mánudagsmorgni að lesa um Eastwood Cockburn

Rebbý, 1.12.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Vilma Kristín

Þýðing líffræðingsins á þessu nafni er Austurviður Hanabruni... hvað haldið þið hin?  Hver er góð þýðing?

Vilma Kristín , 1.12.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Laubba

Hvernig var með Laufey, Valdísi og Snjólaugu? Var ekki búið að lofa okkur því einhverntíman;-)? Maður er eins og litlu börnin gleymir engu hehe.

Laubba , 1.12.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Snjóka

heyrðu já var búin að gleyma þessu Laufey

Já Vilma hvernig er með það, hvenær fáum við nöfnur? 

Snjóka, 1.12.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: Einar Indriðason

"Austviður Hanabruni" .... þetta er vissulega ... já, stórmerklegt kattanafn!

Mæli með því, að íslenska þetta, og nota.

Einar Indriðason, 2.12.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband