Ég er ekki listamaður

"En þú ert nú enginn listamaður...", sagði sænski skátinn og hristi kollinn til áherslu. Ég glotti og kinkaði kolli. Tími til kominn að horfa á staðreyndir, en sænskur skáti segir að maður sé ekki listamaður þá er það sennilega rétt. Og þetta voru svo sem engar fréttir fyrir mig.

Sænski skátinn hélt enn í höndina á mér og virtist ekkert ætla að sleppa. "Þú ert agalega dugleg í vinnunni", sagði hann og hélt svo áfram þar sem hann rýndi í lófann á mér: "þú er svona frama kona. Og sjáðu þessi lína hjá þér er sérlega djúp og breið hér, á þessum tímum. Þú þarft ekki að óttast um vinnuna". Ég vona að hann hafi nú rétt fyrir sér, það væri bara ágætt að sigla í gegnum kreppuna án þess að missa vinnuna.

Svo snéri sænski skátinn aðeins uppá hendina á mér og benti mér spenntur á að þarna væri nú sennilega að finna mann fyrir mig. Hann væri reynar dálítið ógreinilegur, en hann væri þarna og biði. "Það er ekki langt í hann. Á næstu árum alveg...", sagði hann sannfærandi. Og ég var svo sem ekkert svo ósátt við þennan spádóm. Á næstu dögum ætlum við að halda áfram að spá í framtíðina, ég og hann. Verður gaman að sjá hvað kemur útúr því.

Svo stóðum við hlið við hlið og skoðuðum skóauglýsingar og ræddum verðlagið. "Þetta eru líka fallegir skór", sagði hann og benti á þá sem mér þóttu flottastir:" og ég sé þig alveg fyrir mér í þeim... þetta er svo mikið þinn stíll" Og ég gat ekki annað jánkað því svona rétt áður en ég trítlaði aftur í sætið mitt til að halda áfram greiningu á kostnaðarvirði birgða fyrir vini mína í Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

flott að fá lófalestur í vinnunni
ég fékk smá rithandagreiningu í vikunni og ég hef víst ekki áhyggjur af því að standa mig í vinnu og er algjörlega fordómalaus .... fékk ekki meira því svo urðum við trufluð (af vinnunni) og ég tók hana fram yfir spjallið

Rebbý, 28.11.2008 kl. 09:44

2 identicon

Segdu skatanum ad listamannalinan hlytur ad vera i hinum lofanum :)

Bibba (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband